Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, lét hárið fjúka eftir Evrópumótið í Þýskalandi ef marka má nýja færslu á Instagram frá kappanum.
Birti hann mynd af sér og tveimur dætrum sínum á miðlinum í dag undir yfirskriftinni „stelpupabbi“.
Hann leikur sem hornamaður hjá Telekom Veszprém og íslenska landsliðinu en þar var hann lykilmaður á Evrópumótinu sem lauk í Þýskalandi fyrir skemmstu.