Heimspressan fjallar um þátttöku Íslands í Eurovision

Netta Barzilai, hinn ísraelski sigurvegari Eurovision, með verðlaunagripinn.
Netta Barzilai, hinn ísraelski sigurvegari Eurovision, með verðlaunagripinn. AFP

Þrýstingur eykst nú á evrópskar sjónvarpsstöðvar að sniðganga þátttöku Ísraela í Eurovision vegna stríðsins á Gasa.

Er þetta í annað sinn sem pólitík hristir upp í keppninni en Rússar voru reknir úr keppni árið 2022 vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Sama ár varð Úkraína sigurvegari Eurovision.

Vangaveltur Íslands vekja athygli

Fréttaveitan Sky News greinir frá því að Ísland sé meðal þeirra landa sem íhugi nú hvort það eigi að taka þátt í keppninni í ár.

Þá er tekið fram að ákvörðun verði tekin þegar fulltrúi Íslands hafi verið valinn, í samráði við sigurvegarann.

Vitna þeir þar í tilkynningu sem birtist á vef Ríkisútvarpsins og segja jafnframt frá því að meðal keppenda í forkeppninni hér á landi sé Palestínumaðurinn Bashar Murad.

Svíar taka í sama streng

Segir jafnframt í frétt Sky News að á sama tíma hafi yfir þúsund tónlistarmenn í Svíþjóð, þar á meðal söngkonan Robyn sem þekkt er fyrir smellinn „Dancing On My Own“, skrifað opið bréf til samtaka evrópska sjónvarpsstöðva (EBU), sem skipuleggur Eurovision, og SVT, sænska ríkismiðilsins, þar sem þeir saka þá um tvöfalt siðgæði.

Sögðu sænsku tónlistarmennirnir að Rússar hefðu áður verið útilokaðir frá keppninni og því bæri fyrrnefndum aðilum, EBU og SVT, skylda til að bregðast við og sýna vitundarvakningu.  

Í bréfinu kom jafnframt fram að þátttaka Ísrels myndi grafa undan anda keppninnar og senda þau skilaboð að stjórnvöld gætu framið stríðsglæpi án afleiðinga. 

„Þess vegna biðlum við til EBU: Útilokið Ísrael frá Eurovision, Söngvakeppninni 2024.“

Fleiri lönd mótmæla þátttöku Ísraels

Þá hafa yfir 1.500 listamenn í Finnlandi hvatt Yle, finnska ríkismiðilinn, til að taka þátt í ákallinu til EBU um að útiloka Ísrael frá keppni. Sögðu finnsku listamennirnir að „land sem héldi áfram hernámi ætti ekki að fá opinberan vettvang til að slípa til ímynd sína í nafni tónlistar.“

Írska útvarpsstöðin, RTE, hefur einnig fengið bréf inn á sitt borð, undirritað af yfir 500 manns, þar sem fram koma svipaðar kröfur og í Noregi krupu hálfnaktir mótmælendur í snjónum, fyrir framan ríkisútvarpið NRK, til að krefjast útilokunar Ísraels frá Eurovision.

Þá hefur leiðtogi vinstri flokksins Podemos, Ione Belarra, hvatt spænska þingið til að ræða brotthvarf Ísraels úr keppninni sem hluta af „þrýstingsaðferð til að stöðva þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni“.

EBU segir Ísrael uppfylla öll þátttökuskilyrði

EBU hefur hins vegar gefið það út að Eurovision sé ekki pólitískur viðburður. Segja samtökin jafnframt að ísraelska ríkistútvarpið, KAN, uppfylli allar keppnisreglur og geti tekið þátt í keppninni sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í vor.

Hafa þeir einnig sagt að bann Rússa stafi af „viðvarandi brotum á aðildarskyldum og broti á gildum almannaþjónustu fjölmiðla“ af hálfu rússneskra útvarpsstöðva. Tengslin við KAN séu í grundvallaratriðum öðruvísi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup