Tveir Íslendingar eiga möguleika á Grammy-verðlaunum

Finneas og Billie Eilish hlutu verðlaun fyrir lagið What was …
Finneas og Billie Eilish hlutu verðlaun fyrir lagið What was I made for? Amy Sussman/Getty Images via AFP

Grammy verðlaunin fara nú fram í Los Angeles í 66. skipti. Tveir Íslendingar eru tilnefndir í tveimur flokkum. 

Laufey Lín Jónsdóttir er tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundinna söng-poppplatna (e. traditional Pop Vocal Album) og Ólafur Arnalds er tilnefndur fyrir plötu sína Some Kind og Peace í flokki nýaldartónlistar (e. New Age, Ambient or Chant Album). 

Bandaríska tónlistarkonan SZA hlaut flestar tilnefningar, alls níu, þar á meðal fyrir plötu og lag ársins. 

Alls eru verðlaun veitt í 94 flokkum en afhending verðlauna í aðalflokkum hátíðarinnar hefst klukkan eitt í nótt á íslenskum tíma. 

Trevor Noah er kynnir kvöldsins og þá munu fjölmargir flytja tónlistaratriði, þar á meðal Dua Lipa, Billie Eilish, Joni Mitchell og U2.

Dua Lipa.
Dua Lipa. Amy Sussman/Getty Images via AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir