Tveir Íslendingar eiga möguleika á Grammy-verðlaunum

Finneas og Billie Eilish hlutu verðlaun fyrir lagið What was …
Finneas og Billie Eilish hlutu verðlaun fyrir lagið What was I made for? Amy Sussman/Getty Images via AFP

Grammy verðlaunin fara nú fram í Los Angeles í 66. skipti. Tveir Íslendingar eru tilnefndir í tveimur flokkum. 

Laufey Lín Jónsdóttir er tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundinna söng-poppplatna (e. traditional Pop Vocal Album) og Ólafur Arnalds er tilnefndur fyrir plötu sína Some Kind og Peace í flokki nýaldartónlistar (e. New Age, Ambient or Chant Album). 

Bandaríska tónlistarkonan SZA hlaut flestar tilnefningar, alls níu, þar á meðal fyrir plötu og lag ársins. 

Alls eru verðlaun veitt í 94 flokkum en afhending verðlauna í aðalflokkum hátíðarinnar hefst klukkan eitt í nótt á íslenskum tíma. 

Trevor Noah er kynnir kvöldsins og þá munu fjölmargir flytja tónlistaratriði, þar á meðal Dua Lipa, Billie Eilish, Joni Mitchell og U2.

Dua Lipa.
Dua Lipa. Amy Sussman/Getty Images via AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir