„Vá, takk kærlega fyrir öllsömul“

Laufey Lín með verðlaunin.
Laufey Lín með verðlaunin. AFP/Fredric J. Brown

„Vá, takk kærlega fyrir öllsömul. Þetta er ótrúlegt. Ég hefði ekki trúað því að þetta gæti gerst,“ sagði Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona þegar hún steig á svið í Crypto-höllinni í Los Ang­eles í kvöld til þess að taka á móti Grammy-verðlaununum sínum.

Laufey hlaut verðlaunin fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inna söng-poppp­latna (e. tra­diti­onal pop vocal alb­um). 

Laufey þakkaði teyminu sínu og foreldrum sínum. Þá þakkaði hún ömmu sinni og afa fyrir að kynna hana fyrir tónlist. 

Hún þakkaði einnig samfélögum djass og klassískrar tónlistar víðs vegar um heiminn „sem kenndu henni svo mikið“. 

„Stærstu þakkirnar fær tvíburasystir mín, Júnía, sem er minn helsti stuðningur og hefur hjálpað mér í gegnum þennan ótrúlega spennandi tíma í lífi mínu. Takk kærlega fyrir,“ sagði Laufey að lokum.

Áður en Laufey fékk verðlaunin flutti hún lagið From the Start af plötunni sinni. 

Laufey flutti lagið From the Start á hátíðinni.
Laufey flutti lagið From the Start á hátíðinni. AFP/Valerie Macon
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir