Laufey spilaði með Billy Joel á Grammy-verðlaunahátíðinni

Billy Joel og Laufey Lín Jónsdóttir á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los …
Billy Joel og Laufey Lín Jónsdóttir á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles. AFP

Gærkvöldið var viðburðarríkt hjá tónlistarkonunni Laufeyju Lín Jónsdóttur á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles. Hún hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun og lék á selló í sögulegum flutningi tónlistarmannsins Billy Joel. 

Laufey hlaut Grammy-verðlaun fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundinna söng-poppplatna (e. traditional pop vocal album) á verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, en áður en hún fékk verðlaunin flutti hún lagið From the Start af plötu sinni. 

Það var þó ekki eini flutningur Laufeyjar þetta kvöldið, en hún steig einnig á svið með engum öðrum en Billy Joel, sexföldum Grammy-verðlaunahafa, og lék á selló í sögufrægum flutningi tónlistarmannsins. 

Fyrsti flutningurinn í 30 ár

Joel hefur ekki gefið út nýja tónlist í 17 ár, en á verðlaunahátíðinni flutti hann lög af nýjustu smáskífu sinni Turn the Lights Back On. Flutningurinn var einnig merkilegur fyrir þær sakir að Joel hefur ekki stigið á svið á Grammy-verðlaunahátíð og flutt tónlist sína í 30 ár. 

„Þetta var bara röð af mögnuðum augnablikum í dag, og já, að fá að spila með Billy, og ég er að spila á selló svo ég fæ svolítið að setja sönginn til hliðar og gera það sem ég æfði þegar ég var að alast upp sem er svo einstakt,“ sagði Laufey í samtali við ET áður en hún steig á svið með Joel á verðlaunahátíðinni. 

„Það er svo ótrúlegt að fá að spila með honum og hann er bara svo góður tónlistarmaður,“ bætti hún við. 

Laufey var spennt að stíga á svið með tónlistarmanninum.
Laufey var spennt að stíga á svið með tónlistarmanninum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson