Laufey spilaði með Billy Joel á Grammy-verðlaunahátíðinni

Billy Joel og Laufey Lín Jónsdóttir á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los …
Billy Joel og Laufey Lín Jónsdóttir á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles. AFP

Gærkvöldið var viðburðarríkt hjá tónlistarkonunni Laufeyju Lín Jónsdóttur á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles. Hún hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun og lék á selló í sögulegum flutningi tónlistarmannsins Billy Joel. 

Laufey hlaut Grammy-verðlaun fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundinna söng-poppplatna (e. traditional pop vocal album) á verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, en áður en hún fékk verðlaunin flutti hún lagið From the Start af plötu sinni. 

Það var þó ekki eini flutningur Laufeyjar þetta kvöldið, en hún steig einnig á svið með engum öðrum en Billy Joel, sexföldum Grammy-verðlaunahafa, og lék á selló í sögufrægum flutningi tónlistarmannsins. 

Fyrsti flutningurinn í 30 ár

Joel hefur ekki gefið út nýja tónlist í 17 ár, en á verðlaunahátíðinni flutti hann lög af nýjustu smáskífu sinni Turn the Lights Back On. Flutningurinn var einnig merkilegur fyrir þær sakir að Joel hefur ekki stigið á svið á Grammy-verðlaunahátíð og flutt tónlist sína í 30 ár. 

„Þetta var bara röð af mögnuðum augnablikum í dag, og já, að fá að spila með Billy, og ég er að spila á selló svo ég fæ svolítið að setja sönginn til hliðar og gera það sem ég æfði þegar ég var að alast upp sem er svo einstakt,“ sagði Laufey í samtali við ET áður en hún steig á svið með Joel á verðlaunahátíðinni. 

„Það er svo ótrúlegt að fá að spila með honum og hann er bara svo góður tónlistarmaður,“ bætti hún við. 

Laufey var spennt að stíga á svið með tónlistarmanninum.
Laufey var spennt að stíga á svið með tónlistarmanninum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir