Swift skráði sig á spjöld sögunnar

Taylor Swift þakkar fyrir sig.
Taylor Swift þakkar fyrir sig. AFP/Valerie Macon

Taylor Swift skráði sig á spjöld sögunnar með því að vinna Grammy-verðlaunin í fjórða sinn fyrir plötu ársins. Engum öðrum tónlistarmanni hefur tekist það.

Þessi virtu bandarísku tónlistarverðlaun voru haldin í 66. sinn í Los Angeles í gærkvöldi. 

Með árangrinum tók bandaríska tónlistarkonan fram úr þekktum köppum á borð við Frank Sinatra, Paul Simon og Stevie Wonder.

Swift, sem er 34 ára, þakkaði kærlega fyrir sig er hún steig á svið til að taka á móti verðlaununum en í gærkvöldi tilkynnti hún um nýja plötu sem er væntanleg 19. apríl.

Miley Cyrus þakkar fyrir sín Grammy-verðlaun.
Miley Cyrus þakkar fyrir sín Grammy-verðlaun. AFP/Valerie Macon

Miley Cyrus vann Grammy-verðlaunin fyrir upptöku ársins, lagið Flowers, og Billie Eilish og Finneas O´Connell fyrir lag ársins þar sem lagasmíðar eru verðlaunaðar. Lagið nefnist What Was I Made For? og er úr kvikmyndinni Barbie. Swift var tilnefnd í báðum þessum flokkum en varð að lúta í lægra haldi fyrir Cyrus og þeim Eilish og O´Connell.

Billie Eilish og Finneas O'Connell.
Billie Eilish og Finneas O'Connell. AFP/Frederick J. Brown.

Rapparinn Killer Mike vann jafnframt þrenn Grammy-verðlaun fyrir lög af plötu sinni Michael.

Killer Mike með verðlaunin sín.
Killer Mike með verðlaunin sín. AFP/Frederick J. Brown.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir