Swift skráði sig á spjöld sögunnar

Taylor Swift þakkar fyrir sig.
Taylor Swift þakkar fyrir sig. AFP/Valerie Macon

Taylor Swift skráði sig á spjöld sögunnar með því að vinna Grammy-verðlaunin í fjórða sinn fyrir plötu ársins. Engum öðrum tónlistarmanni hefur tekist það.

Þessi virtu bandarísku tónlistarverðlaun voru haldin í 66. sinn í Los Angeles í gærkvöldi. 

Með árangrinum tók bandaríska tónlistarkonan fram úr þekktum köppum á borð við Frank Sinatra, Paul Simon og Stevie Wonder.

Swift, sem er 34 ára, þakkaði kærlega fyrir sig er hún steig á svið til að taka á móti verðlaununum en í gærkvöldi tilkynnti hún um nýja plötu sem er væntanleg 19. apríl.

Miley Cyrus þakkar fyrir sín Grammy-verðlaun.
Miley Cyrus þakkar fyrir sín Grammy-verðlaun. AFP/Valerie Macon

Miley Cyrus vann Grammy-verðlaunin fyrir upptöku ársins, lagið Flowers, og Billie Eilish og Finneas O´Connell fyrir lag ársins þar sem lagasmíðar eru verðlaunaðar. Lagið nefnist What Was I Made For? og er úr kvikmyndinni Barbie. Swift var tilnefnd í báðum þessum flokkum en varð að lúta í lægra haldi fyrir Cyrus og þeim Eilish og O´Connell.

Billie Eilish og Finneas O'Connell.
Billie Eilish og Finneas O'Connell. AFP/Frederick J. Brown.

Rapparinn Killer Mike vann jafnframt þrenn Grammy-verðlaun fyrir lög af plötu sinni Michael.

Killer Mike með verðlaunin sín.
Killer Mike með verðlaunin sín. AFP/Frederick J. Brown.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir