Þessir Íslendingar hafa hlotið Grammy-verðlaun

Nú hafa átta Íslendingar hlotið Grammy-verðlaun.
Nú hafa átta Íslendingar hlotið Grammy-verðlaun. Samsett mynd

Grammy-verðlaunin voru veitt í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir varð sjöundi Íslendingurinn til að hreppa hin eftirsóttu tónlistarverðlaun, en rúmir tveir áratugir eru liðnir frá því að fyrstu Íslendingarnir hlautu Grammy-verðlaun. 

Steinar Höskuldsson – 2003

Steinar Höskuldsson, eða S. Husky Hoskulds, var fyrsti Íslendingurinn til að hljóta Grammy-verðlaun árið 2003. Hann hlaut tvenn verðlaun fyrir vinnu sína við plötu söngkonunnar Noruh Jones, Come Away With Me, bæði fyrir bestu hljóðupptöku og sem aðstandandi plötunnar í heild. 

Steinar Höskuldsson var annar af tveimur Íslendingum til að hreppa …
Steinar Höskuldsson var annar af tveimur Íslendingum til að hreppa Grammy-verðlaun árið 2003. Ljósmynd/Friðrik Tryggvason

Gunnar Guðbjörnsson – 2003

Óperusöngvarinn Gunnar Guðbjörnsson var ásamt Steinari fyrsti Íslendingurinn til að hljóta Grammy-verðlaun, en hann frétti hins vegar ekki af því að hann hefði unnið verðlaunin fyrr en 20 árum síðar. 

Árið 2023 komst Gunnar að því að hann hefði hlotið Grammy-verðlaun árið 2003, en upptaka á óperunni Tann­häuser eftir Wagner sem hann tók þátt í upp úr aldamótum hlaut verðlaunin sem besta óperupptakan. 

„Ég hefði gjarn­an viljað vita af þessu fyr­ir 20 árum síðan. Þá var maður á fullu í brans­an­um og að markaðssetja sig,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið, en hann var að grúska á netinu þegar hann rakst á upplýsingarnar.

Gunnar hlaut Grammy-verðlaunin árið 2003 en frétti fyrst af því …
Gunnar hlaut Grammy-verðlaunin árið 2003 en frétti fyrst af því á dögunum. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurbjörn Bernharðsson – 2009

Árið 2009 hlutu fiðluleikarinn Sigurbjörn Bernharðsson, sellóleikarinn Brandon Vamos, fiðluleikarinn Simin Ganatra og víóluleikarinn Masumi Per Rostad, sem saman mynda Pacifica-kvartattinn, Grammy-verðlaun fyrir besta kammermúsíkleikinn. Verðlaunin fengu þau fyrir plötu með verkum eftir Elliott Carter.

Sigurbjörn Bernharðsson var þriðji Íslendingurinn til að hljóta Grammy-verðlaun árið …
Sigurbjörn Bernharðsson var þriðji Íslendingurinn til að hljóta Grammy-verðlaun árið 2009. mbl.is/Golli

Tui Hirv - 2014

Árið 2014 hlaut Tui Hirv Grammy-verðlaun þegar Adam's Lament hljómplata ECM New Series útgáfunnar vann verðlaun fyrir bestu frammistöðu kórs, en Tui söng einsöng í einu verkanna, L'Abbé Agathon. 

Hjónin Páll Ragnar Pálsson og Tui Hirv.
Hjónin Páll Ragnar Pálsson og Tui Hirv. mbl.is/Stella Andrea

Kristinn Sigmundsson – 2017

Söngvarinn Kristinn Sigmundsson hlaut Grammy-verðlaun þegar ópera Corigliano Draugar Versala vann til tvennra verðlauna á hátíðinni árið 2017, en Kristinn söng hlutverk Loðvíks 16 í uppfærslunni. Óperan hlaut bæði verðlaun sem besta klassíska albúmið og besta óperuupptakan. 

Kristinn Sigmundsson hlaut Grammy-verðlaun árið 2017.
Kristinn Sigmundsson hlaut Grammy-verðlaun árið 2017. Ljósmynd/Jim Smart

Hildur Guðnadóttir – 2020 og 2021

Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun árið 2020 fyrir tónlist sína við sjónvarpsþáttaröðina Chernobyl. Þá hafði hún þegar hlotið Emmy-verðlaun og World Soundtrack-verðlaun fyrir hljóðverkið. 

Árið 2021 hlaut hún önnur Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í stórmyndinni um Jókerinn. Hún hafði þá hlotið Óskarsverðlaun, Golden Globe-verðlaun og BAFTA-verðlaun fyrir tónlistina í myndinni.

Hildur Guðnadóttir hlaut bæði verðlaun árið 2020 og 2021.
Hildur Guðnadóttir hlaut bæði verðlaun árið 2020 og 2021. AFP

Dísella Lárusdóttir – 2022

Óperusöngkonan Dísella Lárusdóttir hlaut Grammy-verðlaun árið 2022 fyrir bestu óperuupptökuna. Dísella lék burðarmikið hlutverk í óperu Philips Glass: Akhnaten, undir hljómsveitarstjórn Karenar Kamensek.

Dísella Lárusdóttir hlaut Grammy-verðlaun árið 2022. Hér tekur hún við …
Dísella Lárusdóttir hlaut Grammy-verðlaun árið 2022. Hér tekur hún við verðlaununum ásamt þeim Anthony Roth Costanzo og Zachary James. AFP

Laufey Lín Jónsdóttir – 2024

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir varð í gærkvöldi áttundi Íslendingurinn til að hljóta Grammy-verðlaun og jafnframt sá yngsti, en hún er 25 ára gömul. Laufey hlaut verðlaun fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundinna söng-poppplatna (e. traditional popo vocal album).

Áður en hún hlaut verðlaunin flutti hún lagið From the Start sem er á plötunni, en seinna sama kvöld steig hún á svið með tónlistarmanninum Billy Joel og spilaði á selló í sögufrægum flutningi. 

Laufey Lín Jónsdóttir er áttundi Íslendingurinn sem hlýtur Grammy-verðlaun, en …
Laufey Lín Jónsdóttir er áttundi Íslendingurinn sem hlýtur Grammy-verðlaun, en hún er einnig yngsti Íslendingurinn sem hlýtur verðlaunin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach