Beggi Ólafs fetar í fótspor Kleina og Hafdísar

Að undanförnu hafa sífellt fleiri áhrifavaldar ákveðið að taka sér …
Að undanförnu hafa sífellt fleiri áhrifavaldar ákveðið að taka sér pásu frá samfélagsmiðlum. Samsett mynd

Bergsveinn Ólafsson áhrifavaldur og doktorsnemi í sálfræði, oft kallaður Beggi Ólafs, tilkynnti fylgjendum sínum á Instagram að hann væri farinn í 100 daga samfélagsmiðlapásu. 

Bergsveinn er búsettur í Bandaríkjunum þar sem hann stundar doktorsnám í sálfræði ásamt því að þróa eigið fyrirtæki. Í Instagram-færslu sinni segist hann ætla að taka sér samfélagsmiðlapásu til þess að einbeita sér að doktorsritgerðinni, en hann kallar pásuna „Project100“.

„Þetta verður erfitt“

„Hæ allir. Ég ætla að taka mér pásu frá samfélagsmiðlum næstu 100 daga. Hvers vegna? Það er kominn tími til að sökkva mér ofan í doktorsrannsóknina mína. Ég er að tala um fulla dýfu, engar truflanir. Komandi önn er þéttskipuð og ég stefni á að útskrifast vorið 2025 (Dr. Beggi í bígerð). Til þess að svo megi verða þarf ég að einbeita mér að því að kafa djúpt í rannsóknir og þekkingarsköpun.

En þetta snýst ekki bara um vinnuna. Ég ætla líka að leyfa mér að vera mannlegur, til að búa til minningar með fólkinu sem mér þykir vænt um. Ég tel að það að rækta félagsleg tengsl sé eitt það mikilvægasta sem við gerum í lífinu. Kjarni #Project100 er að vaxa ekki bara faglega, heldur líka persónulega og félagslega,“ skrifar Bergsveinn í færslunni. 

„Nú ætla ég ekki að ljúga – þetta verður erfitt. Að deila ferðalagi mínu og innsýn með ykkur öllum er eitthvað sem ég elska og það sem ég hef verið að gera stöðugt síðan 2018. En stundum þarf maður að stíga aftur til að stökkva fram, ekki satt?

Ég er ekki að fara að eilífu, ég kem aftur í maí og get ekki beðið eftir að deila öllum sögunum, byltingunum, þekkingunni, viskunni og kannski nokkrum óvæntum hlutum frá djúpri dýfingu minni,“ bætir hann við og hvetur áhugasama um að taka þátt í verkefninu með honum.

Samfélagsmiðlapásur sífellt algengari

Að undanförnu hefur orðið sífellt algengara að áhrifavaldar taki sér pásu frá samfélagsmiðlum til þess að einbeita sér að markmiðum sínum. Það vakti mikla athygli þegar áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, ákvað að taka sér 6-12 mánaða pásu frá samfélagsmiðlum sumarið 2023. Stuttu síðar fetaði unnusta hans, þjálfarinn Hafdís Björk Kristjánsdóttir, í fótspor hans. 

View this post on Instagram

A post shared by Hafdís Björg (@hafdisbk)

Í janúar greindi áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason frá því að hann ætlaði að taka sér 90 daga samfélagsmiðlapásu til þess að byggja upp fyrirtækið sitt. Þá sagði tónlistarkonan Dagbjört Rúriksdóttir einnig frá því að hún ætlaði í samfélagsmiðlapásu í janúar. 

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti ákvað í desember 2023 að hætta að fylgja öðru fólki á Instagram til þess að eyða minni tíma á samfélagsmiðlum. „Minni tími á samfélagsmiðlum. Meiri tími í aðra hluti. Unfollowaði alla. Ekkert persónulegt,“ skrifaði hann til að útskýra af hverju hann væri ekki að fylgja neinum lengur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan