Embla hlaut gullverðlaun frá Youtube

Embla Wigum er komin með yfir milljón fylgjendur á Youtube.
Embla Wigum er komin með yfir milljón fylgjendur á Youtube. Samsett mynd

Förðunarfræðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Embla Wigum hlaut á dögunum svokölluð Gold Creator Award frá Youtube, en verðlaunin eru veitt þeim rásum sem fara yfir milljón fylgjenda múrinn. 

Í desember síðastliðnum náði Embla þeim áfanga að vera með milljón fylgjendur á Youtube-rás sinni, en þar birtir hún förðunar- og lífsstílstengt efni. Hún hefur birt 277 myndbönd á miðlinum.

Embla er búsett í Lundúnum í Bretlandi þar sem hún starfar sem efnishöfundur, en hún hefur ekki einungis notið vinsælda á Youtube heldur einnig á TikTok þar sem hún er með yfir 2,6 milljónir fylgjenda og á Instagram þar sem hún er með 215 þúsund fylgjendur.

Embla birti mynd af verðlaununum á Instagram og sagði langþráðan draum vera að rætast. Hún hefur nú hlotið tvenn af fimm verðlaunum sem Youtube veitir, en hún hlaut svokölluð Silver Creator Award þegar fylgjendur hennar voru orðnir 100 þúsund talsins.

Embla var alsæl með verðlaunin.
Embla var alsæl með verðlaunin. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir