Winfrey dansaði eins og Turner við Proud Mary

Winfrey valdi að klæðast þessum gullfallega stutta Maison Valentino-kjól til …
Winfrey valdi að klæðast þessum gullfallega stutta Maison Valentino-kjól til þess að sýna fótleggina eins og Turner var þekkt fyrir að gera. Samsett mynd

Hinnar kynngimögnuðu Tinu Turner var minnst á Grammy-verðlaunahátíðinni á sunnudagskvöldið. Það var engin önnur en sjónvarpskonan og elskuleg vinkona Turner til margra ára, Oprah Winfrey, sem heiðraði minningu rokkgyðjunnar. 

Winfrey kynnti á svið söng- og leikkonuna Fantasiu Barrino sem flutti eitt þekktasta lag Turner, Proud Mary, við mikinn fögnuð áhorfenda, enda fáir haft jafnmikil áhrif á tónlistar- og afþreyingarmenningu heimsins. 

Sjónvarpskonan deildi skemmtilegu myndskeiði á Instagram frá æfingu Grammy-verðlaunanna, en þar sést Winfrey fylgjast með flutningi Barrino og tekur hún hvert danssporið, sem Turner gerði frægt, á fætur öðru. Winfrey brast í grát eftir flutninginn. 

Turner lést í maí í fyrra. Hún var 83 ára gömul. 

View this post on Instagram

A post shared by Oprah (@oprah)

View this post on Instagram

A post shared by Oprah (@oprah)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar