Winfrey dansaði eins og Turner við Proud Mary

Winfrey valdi að klæðast þessum gullfallega stutta Maison Valentino-kjól til …
Winfrey valdi að klæðast þessum gullfallega stutta Maison Valentino-kjól til þess að sýna fótleggina eins og Turner var þekkt fyrir að gera. Samsett mynd

Hinn­ar kynn­gi­mögnuðu Tinu Turner var minnst á Grammy-verðlauna­hátíðinni á sunnu­dags­kvöldið. Það var eng­in önn­ur en sjón­varps­kon­an og elsku­leg vin­kona Turner til margra ára, Oprah Win­frey, sem heiðraði minn­ingu rokk­gyðjunn­ar. 

Win­frey kynnti á svið söng- og leik­kon­una Fantasiu Barrino sem flutti eitt þekkt­asta lag Turner, Proud Mary, við mik­inn fögnuð áhorf­enda, enda fáir haft jafn­mik­il áhrif á tón­list­ar- og afþrey­ing­ar­menn­ingu heims­ins. 

Sjón­varps­kon­an deildi skemmti­legu mynd­skeiði á In­sta­gram frá æf­ingu Grammy-verðlaun­anna, en þar sést Win­frey fylgj­ast með flutn­ingi Barrino og tek­ur hún hvert dans­sporið, sem Turner gerði frægt, á fæt­ur öðru. Win­frey brast í grát eft­ir flutn­ing­inn. 

Turner lést í maí í fyrra. Hún var 83 ára göm­ul. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Oprah (@oprah)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Oprah (@oprah)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Dagurinn í dag, er gerðu-það-sjálfur dagur. Einhvern veginn tekst þér að finna leiðir til þess að nota það sem gleður aðra þér til ánægju líka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Dagurinn í dag, er gerðu-það-sjálfur dagur. Einhvern veginn tekst þér að finna leiðir til þess að nota það sem gleður aðra þér til ánægju líka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir