Winfrey dansaði eins og Turner við Proud Mary

Winfrey valdi að klæðast þessum gullfallega stutta Maison Valentino-kjól til …
Winfrey valdi að klæðast þessum gullfallega stutta Maison Valentino-kjól til þess að sýna fótleggina eins og Turner var þekkt fyrir að gera. Samsett mynd

Hinnar kynngimögnuðu Tinu Turner var minnst á Grammy-verðlaunahátíðinni á sunnudagskvöldið. Það var engin önnur en sjónvarpskonan og elskuleg vinkona Turner til margra ára, Oprah Winfrey, sem heiðraði minningu rokkgyðjunnar. 

Winfrey kynnti á svið söng- og leikkonuna Fantasiu Barrino sem flutti eitt þekktasta lag Turner, Proud Mary, við mikinn fögnuð áhorfenda, enda fáir haft jafnmikil áhrif á tónlistar- og afþreyingarmenningu heimsins. 

Sjónvarpskonan deildi skemmtilegu myndskeiði á Instagram frá æfingu Grammy-verðlaunanna, en þar sést Winfrey fylgjast með flutningi Barrino og tekur hún hvert danssporið, sem Turner gerði frægt, á fætur öðru. Winfrey brast í grát eftir flutninginn. 

Turner lést í maí í fyrra. Hún var 83 ára gömul. 

View this post on Instagram

A post shared by Oprah (@oprah)

View this post on Instagram

A post shared by Oprah (@oprah)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup