Curtis fagnar 25 ára edrúafmæli

Jamie Lee Curtis hlaut Óskarsverðlaunin á síðasta ári.
Jamie Lee Curtis hlaut Óskarsverðlaunin á síðasta ári. MIKE COPPOLA

Bandaríska leikkonan Jamie Lee Curtis, sem tók eftirminnilega á móti Óskarsstyttunni fyrir leik sinn í kvikmyndinni Everything Everywhere All at Once á síðasta ári, fagnaði mikilvægum áfanga á laugardag, 25 ára edrúafmæli sínu. Curtis, 65 ára, deildi einlægri færslu með fylgjendum sínum í tilefni dagsins og rifjaði upp nokkur mikilvæg atriði sem hafa hjálpað henni á þessari vegferð sinni. 

„Einn dagur í einu. 9.125 af þeim,“ skrifaði Curtis í upphafi færslunnar. „Það sem býr innra með þér, eins og Adam vinur minn söng, ró, æðruleysi, tilgangur og aðallega tilfinningin um að þú sért ekki einn. Það að margir deili sama sjúkdómi og leit að lausn. Fyrir alla þá sem glíma við fíkn og skömm, við erum fleiri þarna úti og okkur er ekki sama. Okkar hendur haldast í ykkar,“ skrifaði Curtis, en myndin sýnir hana með 25 ára edrúafmælispeninginn sinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar