MTV-sjónvarpsstöðin elskar Laufeyju

Laufey er á allra vörum.
Laufey er á allra vörum. AFP

Heillaóskunum rignir enn yfir tónlistarkonuna Laufeyju Lín Jónsdóttur eftir sigur hennar á Grammy-verðlaunahátíðinni á sunnudag. Unga tónlistarkonan tók heim verðlaun fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundinna söng-poppplatna (e. traditional pop vocal album).

Sjónvarpsstöðin MTV, alþjóðleg tónlistar- og afþreyingarsjónvarpsstöð, birti færslu á Facebook-síðu sinni eftir sigur Laufeyjar sem margir tónlistaraðdáendur víðsvegar um heim hafa líkað við.

„Engin orð geta lýst því, hvað við erum stolt af Laufeyju, hæfileikum hennar, velgengni og Grammy-sigri,“ skrifaði MTV við mynd af henni með verðlaunagripinn.

Sjónvarpsstöðin birti einnig skemmtilegt myndskeið af Laufeyju á Instagram frá rauða dreglinum, en þar sést hún ræða við fréttamann MTV, Dometi Pongo.

Í myndskeiðinu segist Laufey vera mikill aðdáandi bókaseríunnar um Percy Jackson eftir Rick Riordan og virðist sem leikhópur sjónvarpsþáttaraðarinnar Percy Jackson and the Olympians þekki til Laufeyjar, en þau minntust á hana í nýlegu viðtali. 

View this post on Instagram

A post shared by MTV (@mtv)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir