Réttað verður yfir Baldwin í ágúst

Alec Baldwin hefur lýst yfir sakleysi sínu.
Alec Baldwin hefur lýst yfir sakleysi sínu. AFP/Angela Weiss

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin hefur enn á ný verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við voðaskot sem hljóp úr leikfangabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust. Réttarhöld yfir Baldwin eru áætluð þann 6. ágúst næstkomandi.

Tökumaðurinn Halyna Hutchins beið bana af voðaskotinu aðeins nokkrum klukkustundum eftir atvikið sem varð í október árið 2021.

Ávallt lýst yfir sakleysi sínu

Ár er síðan Baldwin var fyrst ákærður fyrir manndráp en málið var látið falla niður í apríl. Nýtt teymi saksóknara, Kari T. Morrissey og Jason J. Lewis, ákvað að bera málið undir kviðdóm sem nú hefur ákært Baldwin að nýju. Í Nýju-Mexíkó, þar sem voðaskotið átti sér stað, varðar brotið allt að 18 mánaða fangelsi ef leikarinn verður dæmdur sekur.

Baldwin lýsti yfir sakleysi sínu í dómsskjölum síðast í janúar en hann hefur haldið fram sakleysi sínu frá byrjun. Leikarinn átti að mæta til fyrirtöku í málinu í janúarlok en hann kaus að afsala sér réttinum til að vera viðstaddur.

Réttarhöld yfir Baldwin eru því áætluð þann 6. ágúst næstkomandi en honum gefst fram til 22. júlí að gangast við gjörðum sínum og játa brot sitt fyrir dómi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar