25 bækur tilnefndar í fimm flokkum

Bræðurnir Gunnar Helgason og Hallgrímur Helgason á Storytel verðlaununum 2021.
Bræðurnir Gunnar Helgason og Hallgrímur Helgason á Storytel verðlaununum 2021.

25 bækur í fimm flokkum voru tilnefndar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards 2024. Verðlaunahátíðin er árlegur viðburður þar sem útgáfu vinsælustu og vönduðustu hljóðbóka undangengins árs er fagnað og verður hún haldin í fimmta sinn þann 20. mars næstkomandi.

Almenn netkosning fór fram í janúar en þar var lesendum gefinn kostur á að kjósa sinn uppáhaldstitil í forvali á milli 15 til 25 hljóðbóka í hverjum flokki fyrir sig. Þetta voru þær hljóðbækur sem komu út árið 2023 og fengu hvað mesta hlustun og flestar stjörnur hjá Storytel í hverjum flokki, en þeir eru barna- og ungmennabækur, glæpasögur, skáldsögur, óskáldað efni og ljúflestur.

Fimm efstu bækur hvers flokks úr kosningunni fara nú fyrir fagdómnefndir sem velja að lokum sigurvegara. Dóm­nefnd­ir hafa það að leiðarljósi að líta heild­stætt á hvert verk enda er það trú aðstand­enda verðlaun­anna að með vönduðum lestri á góðu rit­verki megi bæta við upp­lif­un les­and­ans og hljóðbók­in sé þannig sjálf­stætt verk. Því eru ekki aðeins rit­höf­und­ar verðlaunaðir held­ur einnig þýðendur ef við á sem og les­ar­ar, en meðal til­nefndra er fjöldi landsþekktra leikara sem ljáð hafa sögu­per­són­um rödd sína í hljóðbókum síðasta árs.

Eft­ir­far­andi höfundar, þýðend­ur og les­ar­ar hljóta til­nefn­ingu fyr­ir verk sín til Íslensku hljóðbóka­verðlaun­anna, Stor­ytel Aw­ards 2024:

Skáldsögur

Hudson: Yfir hafið og heim
Höfundur: Erla Sesselja Jensdóttir
Lestur: Þórunn Erna Clausen
Útgefandi: Storytel Original

Kjöt
Höfundur: Bragi Páll Sigurðarson
Lestur: Björn Stefánsson
Útgefandi: Sögur útgáfa

Minningaskrínið
Höfundur: Kathryn Hughes
Lestur: Katla Njálsdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Helga E.Jónsdóttir
Þýðing: Ingunn Snædal
Útgefandi: Storyside / Drápa

Perlusystirin
Höfundur: Lucinda Riley
Lestur: Margrét Örnólfsdóttir
Þýðing: Valgerður Bjarnadóttir
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Sálarhlekkir
Höfundur: Steindór Ívarsson
Lestur: Helga E. Jónsdóttir og Álfrún Örnólfsdóttir
Útgefandi: Storytel Original

Tilnefndar skáldsögur.
Tilnefndar skáldsögur. Ljósmynd/Aðsend

Óskáldað efni

Álfadalur
Höfundur: Guðrún J. Magnúsdóttir
Lestur: Elma Lísa Gunnarsdóttir
Útgefandi: Storyside / Sæmundur bókaútgáfa

Gift
Höfundur: Tove Ditlevsen
Lestur: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Þýðing: Þórdís Gísladóttir
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Réttarmorð
Höfundur: Sigursteinn Másson
Lestur: Sigursteinn Másson
Útgefandi: Storytel Original

Skuggar: Saga falls, útskúfunar, upprisu og uppgjörs
Höfundur: Sölvi Tryggvason
Lestur: Sölvi Tryggvason
Útgefandi: Sögur útgáfa

Þormóður Torfason: Dauðamaður og sagnaritari
Höfundur: Bergsveinn Birgisson
Lestur: Davíð Guðbrandsson
Útgefandi: Storyside / Bjartur

Óskáldað efni.
Óskáldað efni. Ljósmynd/Aðsend

Glæpasögur

Blóðmeri
Höfundur: Steindór Ívarsson
Lestur: Birna Pétursdóttir
Útgefandi: Storytel Original

Hungur
Höfundur: Stefán Máni
Lestur: Rúnar Freyr Gíslason
Útgefandi: Sögur útgáfa

Reykjavík
Höfundur: Katrín Jakobsdóttir, Ragnar Jónasson
Lestur: Haraldur Ari Stefánsson, Aldís Amah Hamilton
Útgefandi: Ragnar Jonasson og Katrín Jakobsdóttir

Stóri bróðir
Höfundur: Skúli Sigurðsson
Lestur: Kolbeinn Arnbjörnsson
Útgefandi: Storyside / Drápa

Strákar sem meiða
Höfundur: Eva Björg Ægisdóttir
Lestur: Kristján Franklín Magnús
Útgefandi: Veröld

Tilnefndar glæpasögur.
Tilnefndar glæpasögur. Ljósmynd/Aðsend

Barna- og ungmennabækur

Dularfulli steinninn í garðinum
Höfundur: Anna Margrét Sigurðardóttir
Lestur: Salka Sól Eyfeld
Útgefandi: Storytel Original

Hanni granni dansari
Höfundur: Gunnar Helgason
Lestur: Gunnar Helgason
Útgefandi: Forlagið

Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi
Höfundur: Bjarni Fritzson
Lestur: Vignir Rafn Valþórsson, Ilmur Kristjánsdóttir
Útgefandi: Storyside / Út fyrir kassann

Skólaslit
Höfundur: Ævar Þór Benediktsson
Lestur: Ævar Þór Benediktsson
Útgefandi: Forlagið

Ævintýri Freyju og Frikka: Ljónynja í lífshættu
Höfundur: Felix Bergsson
Lestur: Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Felix Bergsson
Útgefandi: Storytel Original

Tilnefndar barna- og ungmennabækur.
Tilnefndar barna- og ungmennabækur. Ljósmynd/Aðsend

Ljúflestur

9. nóvember
Höfundur: Colleen Hoover
Lestur: Íris Tanja Flygenring, Vignir Rafn Valþórsson
Þýðing: Marta Hlín Magnadóttir, Birgitta Elín Hassell
Útgefandi: Bókabeitan - Björt

Gratíana
Höfundur: Benný Sif Ísleifsdóttir
Lestur: Benný Sif Ísleifsdóttir
Útgefandi: Forlagið

Jólabókaklúbburinn
Höfundur: Sarah Morgan
Lestur: Sólveig Guðmundsdóttir
Þýðing: Marta Hlín Magnadóttir, Birgitta Elín Hassell
Útgefandi: Bókabeitan - Björt

Litla kaffihúsið í Kaupmannahöfn
Höfundur: Julie Caplin
Lestur: Ebba Guðný Guðmundsdóttir
Þýðing: Kristín V. Gísladóttir
Útgefandi: Ugla

Óbragð
Höfundur: Guðrún Brjánsdóttir
Lestur: Arnmundur Ernst Backman
Útgefandi: Forlagið

Tilnefndar í flokki ljúflesturs.
Tilnefndar í flokki ljúflesturs. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir