Vinsælasta ballband Íslandssögunnar stígur á svið

„Marsbúarnir þeir lentu í gær, þeir komu á diski með …
„Marsbúarnir þeir lentu í gær, þeir komu á diski með ljósin skær.“ Samsett mynd

Tón­list­armaður­inn Sig­trygg­ur Bald­urs­son, bet­ur þekkt­ur sem Bogomil Font, einn af stofn­end­um Millj­óna­mær­ing­anna, held­ur stuðtón­leika ásamt hljóm­sveit­ar­fé­lög­um sín­um á Græna hatt­in­um á Ak­ur­eyri. Þeir stíga á svið á föstu­dags- og laug­ar­dags­kvöld. 

Fé­lag­ar­arn­ir munu flytja ein­hver af sín­um þekkt­ustu lög­um, en plata Bogomil Font og Millj­óna­mær­ing­anna, Ekki þessi leiðindi, fagnaði 30 ára af­mæli sínu í fyrra og ætla þeir því að hlaða í geggjaða af­mælis­tón­leika. Lag þeirra, Mars­búa Cha Cha Cha, var vin­sæl­asta lag sum­ars­ins hér um árið og á sveit­in fjöl­marga slag­ara sem er eig­in­lega ómögu­legt að sitja kyrr við og því mik­il­vægt að reima á sig dans­skóna. 

Bogomil Font ásamt Milljónamæringunum.
Bogomil Font ásamt Millj­óna­mær­ing­un­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Sjóddu frek­ar egg“ seg­ir skamm­deg­inu stríð á hend­ur

Það er nóg um að vera hjá Bogomil Font þessa daga. Ásamt tón­leika­haldi með Millj­óna­mær­ing­un­um er hann einnig að vinna að nýrri tónlist með fé­lög­um sín­um úr Grein­ing­ar­deild Hljóm­skál­ans, en vin­sæli tón­list­arþátt­ur­inn rumsk­ar aft­ur með vor­inu. 

Bogomil Font og Greiningardeild Hljómskálans.
Bogomil Font og Grein­ing­ar­deild Hljóm­skál­ans. Ljós­mynd/​Aðsend

Bogomil Font og Grein­ing­ar­deild­in gáfu ný­verið út lagið, Sjóddu frek­ar egg, en lagið seg­ir skamm­deg­inu og meðfylgj­andi fe­brú­ar­dep­urð löngu tíma­bært stríð á hend­ur. 

Lag og texti er eft­ir Braga Valdi­mar Skúla­son. Til halds og trausts við þá fé­laga eru þeir Eyþór Gunn­ars­son á pí­anó, Þor­steinn Ein­ars­son á gít­ar og Ru­bin Pollock á bassa og ýmsa gít­ara. Söng­kon­urn­ar Salóme Katrín og Rakel syngja bakradd­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant