Vinsælasta ballband Íslandssögunnar stígur á svið

„Marsbúarnir þeir lentu í gær, þeir komu á diski með …
„Marsbúarnir þeir lentu í gær, þeir komu á diski með ljósin skær.“ Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson, betur þekktur sem Bogomil Font, einn af stofnendum Milljónamæringanna, heldur stuðtónleika ásamt hljómsveitarfélögum sínum á Græna hattinum á Akureyri. Þeir stíga á svið á föstudags- og laugardagskvöld. 

Félagararnir munu flytja einhver af sínum þekktustu lögum, en plata Bogomil Font og Milljónamæringanna, Ekki þessi leiðindi, fagnaði 30 ára afmæli sínu í fyrra og ætla þeir því að hlaða í geggjaða afmælistónleika. Lag þeirra, Marsbúa Cha Cha Cha, var vinsælasta lag sumarsins hér um árið og á sveitin fjölmarga slagara sem er eiginlega ómögulegt að sitja kyrr við og því mikilvægt að reima á sig dansskóna. 

Bogomil Font ásamt Milljónamæringunum.
Bogomil Font ásamt Milljónamæringunum. Ljósmynd/Aðsend

Sjóddu frekar egg“ segir skammdeginu stríð á hendur

Það er nóg um að vera hjá Bogomil Font þessa daga. Ásamt tónleikahaldi með Milljónamæringunum er hann einnig að vinna að nýrri tónlist með félögum sínum úr Greiningardeild Hljómskálans, en vinsæli tónlistarþátturinn rumskar aftur með vorinu. 

Bogomil Font og Greiningardeild Hljómskálans.
Bogomil Font og Greiningardeild Hljómskálans. Ljósmynd/Aðsend

Bogomil Font og Greiningardeildin gáfu nýverið út lagið, Sjóddu frekar egg, en lagið segir skammdeginu og meðfylgjandi febrúardepurð löngu tímabært stríð á hendur. 

Lag og texti er eftir Braga Valdimar Skúlason. Til halds og trausts við þá félaga eru þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Þorsteinn Einarsson á gítar og Rubin Pollock á bassa og ýmsa gítara. Söngkonurnar Salóme Katrín og Rakel syngja bakraddir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar