Ætlaði að segja upp út af Thriller-dansinum

Þau kunna þetta enn þá!
Þau kunna þetta enn þá! Samsett mynd

Bandaríski leikarinn Mark Ruffalo var heiðraður á fimmtudag í Hollywood þegar hann fékk stjörnu á Hollywood Walk of Fame. Stjarnan er glæsilegur heiður sem er veittur vinsælustu og afkastamestu listamönnum skemmtanalífsins. Hún er til sýnis í gangstéttarhellum við Hollywood Boulevard, eitt af þekktari kennileitum Los Angeles.

Talsverður fjöldi var samankominn til að fagna Ruffalo, þar á meðal vinkona hans og fyrrverandi mótleikkona, Jennifer Garner. Leikaraparið fór svo eftirminnilega með hlutverk í kvikmyndinni, 13 Going on 30, frá árinu 2004. Þar heilluðu Ruffalo og Garner unga sem aldna með flutningu sínum á Thriller-dansinum við hið sígilda lag Michael Jackson.

Garner, sem lék einnig með Ruffalo í kvikmyndinni, The Adam Project, flutti ræðu í tilefni dagsins og upplýsti áhorfendur meðal annars um danshræðslu Ruffalo, en leikarinn ætlaði að segja sig frá kvikmyndaverkefninu eftir fyrstu dansæfingu þeirra á Thriller.

Ruffalo gafst þó ekki upp og endaði á að læra dansinn, en leikarinn er mjög þekktur víða um heim fyrir Thriller-danstakta sína í dag, enda hefur kvikmyndin haldið vinsældum sínum í gegnum árin. Leikaraparið endaði á að rifja upp danstaktana við mikil fagnaðarlæti.

Mark Ruffalo var himinlifandi með heiðurinn.
Mark Ruffalo var himinlifandi með heiðurinn. AFP
Þau kunna þetta!
Þau kunna þetta! AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup