Svona lítur Bianca Stratford út núna

Hvað hefur þú oft horft á 10 Things I Hate …
Hvað hefur þú oft horft á 10 Things I Hate About You? Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Larisa Oleynik var ein skærasta stjarna tíunda áratugarins og eru flestir meðlimir þúsaldarkynslóðarinnar henni vel kunnugir. Oleynik skaust upp á stjörnuhimininn árið 1994 í titilhlutverki sjónvarpsseríunnar The Secret World of Alex Mack, en unga leikkonan varð þó heimsfræg fyrir hlutverk sitt sem Bianca Stratford í bandarísku unglingamyndinni 10 Things I Hate About You frá árinu 1999. Myndin sló rækilega í gegn á heimsvísu og reyndist mörgum leikurum frábær stökkpallur, en hún skartaði einnig Juliu Stiles, Gabrielle Union, Joseph Gordon-Levitt og Heath Ledger heitnum. 

Oleynik var aðeins átta ára gömul þegar hún hóf leikaraferil sinn, en hún lék Cosette í sviðsuppfærslu af Les Misérables árið 1989 í San Francisco. Oleynik sóttist eftir hlutverki í söngleiknum eftir að hafa séð áheyrnaprufu auglýsta í dagblaði.

Leikkonan vakti fljótt athygli sjónvarps- og kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum og fór meðal annars með hlutverk í kvikmyndinni The Baby-Sitters Club og aukahlutverk í sjónvarpsseríunum Boy Meets World og 3rd Rock from the Sun, þar sem hún kynntist Joseph Gordon-Levitt. 

Kvaddi sviðsljósið í bili

Þegar ferill Oleynik stóð í hvað mestum blóma kaus hún að draga sig í hlé þar sem hún vildi ólm sækja sér háskólamenntun, enda dóttir svæfingalæknis og hjúkrunarfræðings. Leikkonan útskrifaðist frá Sarah Lawrence-háskólanum í New York-borg með gráðu í frjálsum listum árið 2004. 

Oleynik hefur á undanförnum árum átt endurkomu inn í leiklistarheiminn og tekið að sér aukahlutverk í ýmsum þekktum sjónvarpsseríum á borð við Mad Men, Pretty Little Liars og Law & Order: SVU. 

Lítið er vitað um líf Oleynik núna en leikkonan var í sambandi með Gordon-Levitt á árunum 1998 til 2002. Margir halda því fram að hún sé gift leikaranum Olli Haaskivi, en þau kynntust við gerð leiksýningarinnar Who's Your Baghdaddy? 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir