Svona lítur Bianca Stratford út núna

Hvað hefur þú oft horft á 10 Things I Hate …
Hvað hefur þú oft horft á 10 Things I Hate About You? Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Larisa Oleynik var ein skærasta stjarna tíunda áratugarins og eru flestir meðlimir þúsaldarkynslóðarinnar henni vel kunnugir. Oleynik skaust upp á stjörnuhimininn árið 1994 í titilhlutverki sjónvarpsseríunnar The Secret World of Alex Mack, en unga leikkonan varð þó heimsfræg fyrir hlutverk sitt sem Bianca Stratford í bandarísku unglingamyndinni 10 Things I Hate About You frá árinu 1999. Myndin sló rækilega í gegn á heimsvísu og reyndist mörgum leikurum frábær stökkpallur, en hún skartaði einnig Juliu Stiles, Gabrielle Union, Joseph Gordon-Levitt og Heath Ledger heitnum. 

Oleynik var aðeins átta ára gömul þegar hún hóf leikaraferil sinn, en hún lék Cosette í sviðsuppfærslu af Les Misérables árið 1989 í San Francisco. Oleynik sóttist eftir hlutverki í söngleiknum eftir að hafa séð áheyrnaprufu auglýsta í dagblaði.

Leikkonan vakti fljótt athygli sjónvarps- og kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum og fór meðal annars með hlutverk í kvikmyndinni The Baby-Sitters Club og aukahlutverk í sjónvarpsseríunum Boy Meets World og 3rd Rock from the Sun, þar sem hún kynntist Joseph Gordon-Levitt. 

Kvaddi sviðsljósið í bili

Þegar ferill Oleynik stóð í hvað mestum blóma kaus hún að draga sig í hlé þar sem hún vildi ólm sækja sér háskólamenntun, enda dóttir svæfingalæknis og hjúkrunarfræðings. Leikkonan útskrifaðist frá Sarah Lawrence-háskólanum í New York-borg með gráðu í frjálsum listum árið 2004. 

Oleynik hefur á undanförnum árum átt endurkomu inn í leiklistarheiminn og tekið að sér aukahlutverk í ýmsum þekktum sjónvarpsseríum á borð við Mad Men, Pretty Little Liars og Law & Order: SVU. 

Lítið er vitað um líf Oleynik núna en leikkonan var í sambandi með Gordon-Levitt á árunum 1998 til 2002. Margir halda því fram að hún sé gift leikaranum Olli Haaskivi, en þau kynntust við gerð leiksýningarinnar Who's Your Baghdaddy? 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka