Eru þetta stærstu TikTok-stjörnur Íslands?

Á listanum eru fimm TikTok-stjörnur sem eru með yfir milljón …
Á listanum eru fimm TikTok-stjörnur sem eru með yfir milljón fylgjendur. Samsett mynd

Vin­sæld­ir sam­fé­lags­miðils­ins TikT­ok hafa vaxið á ógn­ar­hraða á und­an­förn­um árum um all­an heim, en í dag er miðill­inn með yfir eina bill­jón virka not­end­ur. Þó nokkr­ir Íslend­ing­ar hafa náð góðum ár­angri á miðlin­um og tók blaðamaður mbl.is sam­an lista yfir fimm ís­lensk­ar TikT­ok-stjörn­ur sem eru með yfir millj­ón fylgj­end­ur. 

Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir – 3,9 millj­ón­ir fylgj­enda

Tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir hef­ur verið á sann­kallaðri sig­ur­för um heim­inn. Hún hlaut á dög­un­um sín fyrstu Grammy-verðlaun og hef­ur notið mik­illa vin­sælda um all­an heim. Hún er með stór­an fylgj­enda­hóp á TikT­ok, eða rúm­lega 3,9 millj­ón­ir og hafa mynd­bönd henn­ar fengið yfir 154,9 millj­ón­ir „likes“.

Embla Wig­um – 2,6 millj­ón­ir fylgj­enda

Förðun­ar­fræðing­ur­inn Embla Wig­um hef­ur notið mik­illa vin­sælda á TikT­ok þar sem hún birt­ir ótrú­leg förðun­ar­mynd­bönd og gef­ur fylgj­end­um sín­um inn­sýn í sitt dag­lega líf. Hún er bú­sett í Lund­ún­um þar sem hún starfar við efn­is­sköp­un á sam­fé­lags­miðlum, en hún er með yfir 2,6 millj­ón­ir fylgj­enda á TikT­ok og hafa mynd­bönd henn­ar fengið yfir 79,3 millj­ón­ir „likes“.

Bryn­hild­ur Gunn­laugs­dótt­ir – 1,6 millj­ón fylgj­end­ur

Bryn­hild­ur Gunn­laugs­dótt­ir er með 1,6 millj­ón fylgj­end­ur á TikT­ok þar sem hún deil­ir ýms­um mynd­bönd­um, allt frá æf­ing­ar­mynd­bönd­um yfir í dans­mynd­bönd sem hafa sam­tals fengið 30,4 millj­ón­ir „likes“. Hún byrjaði ný­verið með hlaðvarpsþætt­ina Gellukast ásamt vin­konu sinni Söru Jasmín Sig­urðardótt­ur, en það vakti mikla at­hygli þegar Bryn­hild­ur greindi frá óvænt frá því að hún hefði eign­ast dótt­ur í hlaðvarpsþætt­in­um.

Hafþór Júlí­us Björns­son – 1,4 millj­ón fylgj­end­ur

Kraft­lyft­ingamaður­inn Hafþór Júlí­us Björns­son er með 1,4 millj­ón fylgj­end­ur á miðlin­um og hafa mynd­bönd hans fengið yfir 37 millj­ón­ir „likes“. Á miðlin­um deil­ir hann mikið æf­inga- og lyft­inga­mynd­bönd­um, en mynd­bönd sem sýna stærðarmun­inn á Hafþóri og eig­in­konu hans Kels­ey Hen­son hafa einnig vakið mikla at­hygli. 

Arn­ar Gauti Arn­ar­son – 1,2 millj­ón fylgj­end­ur

Arn­ar Gauti Arn­ars­son, bet­ur þekkt­ur sem Lil Cur­ly, hef­ur notið mik­illa vin­sælda á TikT­ok en hann er með 1,2 millj­ón fylgj­end­ur á miðlin­um. Þar deil­ir hann hinum ýmsu mynd­bönd­um, bæði áskor­un­um og sketsum, en mynd­bönd hans hafa fengið yfir 44,3 millj­ón­ir „likes“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þetta er góður dagur til að fara yfir eigna- og skuldastöðuna. Leiða þarf saman leik og starf. Láttu ekkert hindra þig í því að framkvæma það sem þú veist að er rétt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þetta er góður dagur til að fara yfir eigna- og skuldastöðuna. Leiða þarf saman leik og starf. Láttu ekkert hindra þig í því að framkvæma það sem þú veist að er rétt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir