Síðasta LungA-hátíðin haldin í ár

Listahátíðin fagnar 25 ára afmæli í ár.
Listahátíðin fagnar 25 ára afmæli í ár. Ljósmynd/Hrefna Björg Gylfadóttir

Listahátíðin LungA mun fara fram í hinsta sinn 15-21 júlí.

Frá þessu var greint á Facebook-síðu hátíðarinnar í dag. 

Hátíðin verður haldin í 25 skiptið í ár en hún er haldin á Seyðisfirði. 

Spírall eða hvirfill þema ársins 

Þema hátíðarinnar í ár verður spírall eða hvirfill sem vísar til sköpunargleðinnar, vina og stuðningsnet LungA yfir árin.

Í ár fagnar hátíðin LungA fjölskyldunni, vinum og fyrrum þátttakendum. Þar munu fyrrum þátttakendur koma saman og fagna sögu hátíðarinnar. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg yfir árin með því að kveðja hátíðina sem hefur snert líf svo margra upprennandi listamanna með kveðjuathöfn sem sæmir orðspori hennar. Markandi endalok hátíðarinnar en með von um upphafi annarstaðar í grassróttinni líkt og LungA fyrir 25 árum,“ segir á vefsíðu hátíðarinnar. 

Pussy Riot meðal hljómsveita

Hátíðin hefur boðið upp á fjölbreytt úrval listasmiðja og hefur laðað að sér erlenda ferðamenn. 

Meðal hljómsveita sem hafa troðið upp á LungA má nefna gjörningahópinn Pussy Riot en hann kom til landsins á síðasta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir