Hlaðvarpsstjarnan og markaðsfræðingurinn Birta Líf Ólafsdóttir vakti athygli á dögunum þegar hún ásakaði þekktan aðila um netstríðni í myndbandi á TikTok.
Birta sagði viðkomandi hafa gert mikið grín af hlaðvarpsþáttum Teboðsins, en Birta er annar stjórnandi hlaðvarpsins ásamt Sunnevu Einarsdóttur. Þegar leið á myndbandið kom í ljós að aðilinn sem hún ásakaði væri enginn annar en leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola.
Birta og Aron eru systkini og því varð fljótlega ljóst að aðeins væri um góðlátlegt grín á milli systkina að ræða. Sumir virtust þó taka myndbandinu alvarlega, enda virtist Birta vera afar ósátt og vera búin að fá nóg af stríðninni í myndbandinu.
Nú hafa systkinin náð endanlegum sáttum. „Við erum löglega sátt. Við vorum að koma frá sáttarsemjara .... á blaði. Við erum búin að skrifa undir að við séum sátt,“ sagði Aron í nýlegu myndbandi sem birtist um málið. „Við erum góð. Þetta var bara grín,“ bætti Birta við.
@birtalifolafs #stitch with @Birta Líf ♬ original sound - Birta Líf