Hinn 28 ára gamli Isaak Guderian mun keppa í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fyrir hönd Þýskalands. Isaak er hálf-íslenskur, en hann á íslenska móður.
Isaak vann þýsku undankeppnina fyrir Eurovision í gær með lagi sínu Always On The Run. Fulltrúi Þjóðverja fer alltaf beint í úrslitakeppni Eurovision þar sem Þýskaland er eitt af þeim fimm ríkjum sem styrkja keppnina hvað mest fjárhagslega.
Eurovision mun fara fram í Malmö í Svíþjóð í maí.
Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Always On The Run.