Kerfið sem brást heilli kynslóð

Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur.
Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mím (e. meme) á in­ter­net­inu þar sem yngri kyn­slóðir gera grín að efna­hags­leg­um veru­leika sín­um í sam­an­b­urði við þann sem for­eldr­ar þeirra bjuggu við á sama aldri geta verið mjög fynd­in. En að baki hlátr­in­um býr auðvitað sárs­auki og stund­um líður mér eins og fátt gefi betri inn­sýn í hug­ar­heim ungs fólks á heimsvísu en akkúrat þessi mím. Meira og minna alls staðar blas­ir við sami veru­leiki. Það er ómögu­legt að eign­ast heim­ili nema með ut­anaðkom­andi aðstoð. Það skipt­ir sama og engu máli hvað þú ert með í laun eða hvað þú legg­ur hart að þér. Áhrifa­mesta breyt­an í stöðu þinni í líf­inu til framtíðar er ein­fald­lega hvað for­eldr­ar þínir eiga. 

Nú sé ég fyr­ir mér eldri les­end­ur slá hand­ar­bak­inu í blaðið og segja: „Hvurslags ósvífni! Ertu að segja að ég hafi ekki þurft að leggja neitt á mig til að eign­ast þak yfir höfuðið?“ Alls ekki. En mun­ur­inn er sá að það núna breyt­ir það í lang­flest­um til­vik­um engu hvað fólk er til í að leggja hart að sér. Frá ár­inu 2010 hef­ur hús­næðis­verð í Evr­ópu rokið upp um næst­um 50% að meðaltali. Það er hækk­un sem bít­ur hressi­lega. Á Íslandi erum við hins veg­ar sér á báti; hér hef­ur verðið hækkað um 225% á sama tíma­bili. Evr­ópa á ekki séns í okk­ur. Þú get­ur reynt að leggja fyr­ir, þú get­ur reynt að vinna meira, þú get­ur reynt að kreista út hærri laun, en þú átt aldrei breik í þess­um leik nema mamma og pabbi hjálpi þér. Stétta­skipt­ing­in sem verður til er aug­ljós.

Fjár­magnsvæðing heim­ila fólks síðustu ára­tugi er sorg­leg og ill þróun. Kapí­tal­ismi hef­ur þannig gjör­sam­lega svikið lof­orð sitt um bjart­ari morg­undag gagn­vart yngri kyn­slóðum; lífs­kjör þeirra verða verri en þeirra eldri. Tækniþróun hef­ur vissu­lega leitt til verðhjöðnun­ar og fram­far­irn­ar liggja þar; sjón­vörp, tölv­ur og sím­ar eru miklu ódýr­ari og betri en þau voru. En það er lít­il hugg­un að eiga sjálf­virka há­tækn­iryk­sugu þegar þú get­ur ekki einu sinni látið þig dreyma um að eign­ast heim­ili til að þrífa.

Ljós­mynd/​Aðsend

Fólk í leit að sínu fyrsta heim­ili – heim­ili sem er 225% dýr­ara en fyr­ir þrett­án árum – þarf að keppa um sömu íbúðina við fjár­festa sem ætla ekki að búa þar. Það er auðvelt að kenna gráðugri auðstétt og tak­mörkuðu fram­boði um vand­ann. En það má líka al­veg spyrja sig hvað það seg­ir um efna­hags­leg­an veru­leika okk­ar – sjálft pen­inga­kerfið – að það þyki stór­kost­lega góð fjár­fest­ing að kaupa heim­ili sem þú hef­ur eng­in not fyr­ir. 

Stór hluti af vand­an­um er aug­ljós­lega sá að það er eng­inn hvati í því að spara reiðufé og fólki er refsað fyr­ir skyn­semi. Frá 2008 hafa verið lægstu vext­ir í 5.000 ár á heimsvísu og seðlabank­ar hafa sprautað óheyri­legu magni af nýj­um pen­ing­um inn í kerfið til að halda blóði þess flæðandi – svona eins og að gefa upp­vakn­ingi am­feta­mín. Þetta geta þeir vegna þess að pen­ing­ar nú­tím­ans eru bara sjón­hverf­ing­ar, hafa eng­in tengsl við nein al­vöru verðmæti, og þess vegna er hægt að prenta enda­laust af þeim. Seðla­prent­un þynn­ir út sparnað fólks – án þess að það taki beint eft­ir því – og þess vegna leita pen­ing­ar í eft­ir­sótta hluti sem eru til í tak­mörkuðu magni, eins og heim­ili fólks. Það veld­ur því að eigna­verð rýk­ur upp, eins og það hef­ur gert án af­láts frá 2008. Fólkið sem hagn­ast mest eru þeir sem eru næst kjöt­kötl­un­um, fjár­málaelít­an og stjórn­mála­stétt­in.

Yngri kyn­slóðir eru mjög áhættu­sækn­ar í fjár­mál­um eins og Gamestop-æv­in­týrið sýndi vel. Þar framdi stór hóp­ur klinkfjár­festa, sem höfðu ráðið ráðum sín­um á spjall­borði á net­inu, eins kon­ar fjár­hags­lega kamakaze-árás á vog­un­ar­sjóði á Wall Street með því að kaupa upp hluta­bréf tölvu­leikja­versl­un­ar. Ungt fólk brask­ar líka með raf­mynt­ir. Er það of vit­laust til að skilja áhætt­una? Nei, það skil­ur leik­inn full­kom­lega! Ungt fólk finn­ur á eig­in skinni að kerfið virk­ar ekki leng­ur og er í leit að björg­un­ar­bát til að flýja það. Áhætt­an er ekki óvin­ur þess. Hún er eina von þess.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Nýtt ár vekur þér löngun til að betrumbæta heimili þitt. Að hlusta á gáfuleg heilræði leiðir þig á beinu brautina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Nýtt ár vekur þér löngun til að betrumbæta heimili þitt. Að hlusta á gáfuleg heilræði leiðir þig á beinu brautina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell