Oppenheimer sigurvegari BAFTA-hátíðarinnar

Breski leikstjórinn Christopher Nolan og írski leikarinn Cillian Murphy.
Breski leikstjórinn Christopher Nolan og írski leikarinn Cillian Murphy. AFP

Kvikmyndin Oppenheimer, í leikstjórn Christopher Nolan, stóð uppi sem sigurvegari á BAFTA verðlaunahátíðinni sem fram fór í kvöld.

Fékk hún sjö verðlaun samtals og var valin besta kvikmyndin, Christopher Nolan var valinn besti leikstjórinn, írski leikarinn Cillian Murphy valinn besti leikarinn og Robert Downey Jr. hlaut verðlaun í flokki aukaleikara. Þykir þetta benda til góðs gengis myndarinnar á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fer fram í mars.

Gott gengi Poor Things

Nolan þakkaði kvikmyndaframleiðandanum Universal í þakkarræðu sinni fyrir að hafa leyft sér og teymi sínu að gera „eitthvað þungt og trúa á það“.

Kvikmyndin Poor Things stóð einnig uppi sem sigurvegari með fimm verðlaun, þar af til Emmu Stone sem valin var besta leikkonan. 

Barbie og Saltburn fengu engin verðlaun

Þá fékk leikkonan Da'Vine Joy Randolph verðlaun í flokki aukaleikara og þakkaði í ræðu sinni samleikara sínum Paul Giamatti: „Guð, ég græt alltaf þegar ég sé nafnð þitt. Þú stendur fyrir allt sem er gott og frábært í okkar listsköpun.“

Dramatíska kvikmyndin The Zone of Interest, í leikstjórn Jonathan Glazer, fékk verðlaun fyrir að vera mest framúrskarandi breska myndin auk þess sem hún var valin besta myndin í flokki mynda á öðru tungumáli en ensku. Barbie, Saltburn, Maestro og Killers of the Flower Moon, fóru tómhentar af hátíðinni.

Margot Robbie, sem fór með aðalhluterk í Barbie. Myndin fékk …
Margot Robbie, sem fór með aðalhluterk í Barbie. Myndin fékk engin verðlaun á BAFTA-hátíðinni. AFP
Robert Downey Jr and Susan Downey í góðum gír á …
Robert Downey Jr and Susan Downey í góðum gír á rauða dreglinum. AFP
Vilhjálmur Bretaprins heilsar David Beckham á hátíðinni.
Vilhjálmur Bretaprins heilsar David Beckham á hátíðinni. AFP
Söngkonan Dua Lipa á rauða dreglinum, sem fór með hlutverk …
Söngkonan Dua Lipa á rauða dreglinum, sem fór með hlutverk í Barbie. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka