Blunt án eiginmannsins á Bafta

Emily Blunt var glæsileg.
Emily Blunt var glæsileg. AFP

Stórleikkonan Emily Blunt vakti sérstaka athygli á rauða dregli Bafta-kvikmyndaverðlaunanna sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Lundúnum á sunnudag.

Leikkonan, sem var tilnefnd fyrir hlutverk sitt í Oppenheimer, ljómaði í glæsilegum kjól frá Elie Saab. Margir pældu þó aðeins í því af hverju eiginmaður Blunt væri ekki við hlið hennar á þessu stóra kvöldi. 

Blunt, sem er vön að sækja slíka viðburði ásamt eiginmanni sínum, leikaranum og leikstjóranum John Krasinski, leiddi foreldra sína, Joönnu og Oliver Blunt, niður rauða dregilinn í þetta sinn.

Skilnaðarorðrómur skók Hollywood

Leikarahjónin, sem hafa verið gift frá árinu 2010, vöktu mikla athygli í upphafi ársins er þau mættu á Golden Globe-verðlaunahátíðina.

Saklaust myndskeið sem sýndi Krasinski hvísla að eiginkonu sinni á rauða dreglinum fór eins og eldur í sinu um netheima og voru allir á því að Blunt og Krasinski, eða Krunt eins og hjónin kalla sig, væru að skilja.

Margir töldu Krasinski hafa sagt: „I can't wait to di­vorce,“ eða „ég get ekki beðið eft­ir að skilja,“ en leikarahjónin hafa bæði sagt það vera uppspuna. 

Emily Blunt og John Krasinski á Golden Globe-verðlaunahátíðinni.
Emily Blunt og John Krasinski á Golden Globe-verðlaunahátíðinni. AFP

Oppenheimer kom, sá og sigraði á bresku verðlaunahátíðinni. Blunt laut þó í lægra haldi fyrir Da’Vine Joy Randolph sem sigraði fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Holdovers.





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir