Myndskeið: Laufey söng óvænt með Tom Odell

Tom Odell og Laufey Lín Jónsdóttir tóku hugljúfan dúett á …
Tom Odell og Laufey Lín Jónsdóttir tóku hugljúfan dúett á tónleikum hennar í Lundúnum. Samsett mynd

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er á tónleikaferðalagi um þessar mundir. Hún kom fram í Lundúnum í Bretlandi í gær þar sem hún söng óvænt með tónlistarmanninum Tom Odell við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. 

Odell er Brit-tónlistarverðlaunahafi sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Hann hefur komið tvisvar sinnum fram á tónleikum á Íslandi, fyrst árið 2014 og síðan árið 2016. Hann á þekkta smelli á borð við Another Love, Black Friday og Heal

Odell birti myndband frá tónleikunum á Instagram-síðu sinni, en þar sést Laufey kynna hann inn á sviðið. „Ég er með eitt óvænt í viðbót fyrir ykkur. Mig langar að bjóða Tom Odell að koma og syngja með mér,“ sagði hún á sviðinu og mikil fagnaðarlæti brutust út. Við myndbandið skrifaði Odell: „Yndislegt að syngja Black Friday með þér Laufey.“

Í ummælum undir myndbandið sagði Laufey dúettinn hafa verið hápunkt vikunnar. „Ég elska að syngja með þér!“ bætti hún við. 

Laufey birti einnig myndband af dúettinum á TikTok-síðu sinni með yfirskriftinni: „Ég bauð Tom Odell á tónleikana mína í Lundúnum og hann samþykkti að koma upp á svið og syngja dúett með mér.“ Þau tóku eitt af þekktustu lögum Odells á hugljúfan máta.

View this post on Instagram

A post shared by Tom Odell (@tompeterodell)

@laufey

the prettiest song. i’m so honored 🖤

♬ original sound - laufey
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir