Lagi Ísraels vísað úr Eurovision?

Eden Golan er flytjandi ísraelska lagsins October Rain.
Eden Golan er flytjandi ísraelska lagsins October Rain. Skjáskot/EurovisionWorld

Að sögn fréttamiðilsins i24, sem staðsett er í Tel Aviv og flytur fréttir frá Ísrael, ríkir óeining meðal skipuleggjenda Eurovision um framlag Ísraels í keppninni. Texti lagsins er sagður vera of pólitískur.

Lagið October Rain sem Ísrael ætlar að senda til keppni í Malmö í Svíþjóð er flutt af listamanninum Eden Golan. Texti þess er sagður skírskotun í fjöldamorð Hamas sem framin voru þann 7. október.

EBU greinir á um texta lagsins

Nú greinir ísraelski fjölmiðillinn Ynet einnig frá því að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), sem hefur umsjón með Eurovision, telji að lagið sé of pólitískt fyrir keppnina. Reglur EBU banna allar pólitískar yfirlýsingar í Eurovision.

Lagið hefur ekki verið gefið út og viðræður standa yfir á milli ísraelska ríkisútvarpsins og EBU um þátttöku Ísraels í keppninni. Áætlað var að frumsýna lagið á næstu vikum.

Fjölmiðlar í Ísrael hafa eftir Miki Zohar, menningar- og íþróttaráðherra landsins, að það yrði algjört hneyksli ef EBU vísi lagi Ísraels úr keppninni.

„Lag Ísraels, flutt af Eden Golan, er áhrifamikið lag, sem tjáir tilfinningar fólksins í landinu þessa daga og er alls ekki pólitískt,“ bætti Zohar við.

Niðurstöðu að vænta fljótlega

Eran Swissa, blaðamaður Israel Hayom sem skúbbar reglulega Eurovision-fréttum, segir að höfundar lagsins October Rain, þeir Avi Ohayon and Keren Peles, hafi hótað því að draga lagið úr keppninni vegna ágreinings um greiðslur vegna lagsins.

Eurovision-aðdáendur minnast þess að lag Georgíu árið 2009 I Don’t Want to Put In var bannað. Lagi Hvíta-Rússlands var einnig vísað frá árið 2021 og landinu sparkað úr keppni það árið.

Mikil umræða hefur skapast um málið á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, og hafa margir lýst yfir vonbrigðum sínum og vilja að Ísrael verði vísað úr keppni.

Búist er við niðurstöðu EBU á næstu dögum.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach