Orðrómurinn hefur náð nýjum hæðum

Það er ást í þessu augnliti!
Það er ást í þessu augnliti! Samsett mynd

Snemma árs byrjaði hávær orðrómur um eldheitt ástarsamband á milli Hollywood-leikaranna Martin Short og Meryl Streep. Orðrómurinn, sem Short hefur hingað til neitað og Streep ekki viljað tjá sig um, fór af stað stuttu eftir Golden Globe-verðlaunahátíðina, en parið var mikið saman það kvöldið og lét vel hvort að öðru. 

Orðrómur um nýfundna ást Short og Streep, sem fara með hlutverk elskenda í þáttaröðinni Only Murders in the Building, hefur náð nýjum hæðum síðustu daga.

Á miðvikudag sást til Short, 73 ára, og Streep, 74 ára, njóta kvöldverðar á hinum sögufræga veitingastað, Giorgio Baldi, í Santa Monica. Að sögn sjónarvotta fór vel á með þeim og áttu þau í innilegum samræðum. Short og Streep voru bæði skælbrosandi er þau yfirgáfu veitingastaðinn. 

„Við erum ekki par“ 

Short var gestur í hlaðvarpsþætti Bill Maher, Club Random with Bill Maher, í lok janúar og sagði orðróminn ekkert annað en uppspuna. 

„Við erum ekki par, við erum bara góðir vin­ir,“ sagði Short við Maher þegar hann spurði leik­ar­ann um það hvort hann og Streep væru nýj­asta of­urp­arið í Hollywood. „Já, því eins og þú veist þá er ekk­ert kröft­ugra í Hollywood en nýtt of­urp­ar,“ grínaðist Maher. „Eins og þú sérð, þá gekk þetta upp fyr­ir Tom Cruise og Nicole Kidm­an og einnig fyr­ir þau Brad Pitt og Ang­el­inu Jolie,“ gantaðist Maher áfram.

Short var kvænt­ur leik­kon­unni Nancy Dolm­an frá ár­inu 1980 og þar til hún lést árið 2010 af völd­um krabba­meins í eggja­stokk­um. Streep var gift mynd­höggv­ar­an­um Don Gum­mer í 45 ár en þau standa nú í skilnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan