Ísland í 6. sæti í veðbönkum

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Malmö í maí.
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Malmö í maí. AFP

Ísland situr nú í 6. sæti í veðbönkum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Úkraína situr enn í toppsæti á vef EurovisonWorld en síðan safnar saman vinningslíkum hjá hinum ýmsu veðbönkum. Ítalía situr í öðru sæti og Króatía í því þriðja.

Ísland rauk upp í veðbönkum í síðasta mánuði og var spáð sigri í nokkra daga þegar ljóst varð að Palestínumaðurinn Bashar Murad yrði á meðal þátttakenda í Söngvakeppni sjónvarpsins.

Hera Björk, Bashar Murad og Sigga Ózk komust áfram í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar í gærkvöldi. Hljómsveitin VÆB og Aníta Rós Þorsteinsdóttir komust áfram í úrslit fyrir viku síðan.

Úrslit Söngvakeppninnar verða haldin í Laugardalshöll 2. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir