Önnur kona stígur fram vegna Depardieu

Gerard Depardieu.
Gerard Depardieu. AFP

Franska kvikmyndastjarnan Gerard Depardieu hefur á ný verið sakaður um ósæmilega kynferðislega hegðun. Hann var fyrst sakaður um nauðgun og kynferðislegt ofbeldi af mun yngri konu, mótleikkonu sinni, árið 2018 og frá því hafa nokkrar konur stigið fram og greint frá svipaðri reynslu. Depardieu þvertekur fyrir allar ásakanir á hendur sér um kynferðislegt ofbeldi.

Nýjasta kæran gegn honum varðar kynferðislegt ofbeldi á tökustað frá árinu 2021. Leikmyndahönnuður sem starfaði með Depardieu við gerð kvikmyndarinnar „Le Volets verts“ hefur nú ásakað hinn 75 ára gamla leikara um ósæmilega hegðun.

Sagði mjög óviðeigandi hluti

Lögfræðingur leikmyndahönnuðarins, Carine Durrieu-Diebolt, ræddi við Agence France-Presse á sunnudag. Í samtali við franska miðilinn staðfesti hún að dómkrafa væri þegar komin í hendur ríkissaksóknara í París, en hvorki talsmenn ríkissaksóknara né lögfræðingar Depardieu hafa tjáð sig um nýju ákæruna.

Leikmyndahönnuðurinn greindi frá því þann 10. september 2021 að Depardieu hafi horft á sig af mikilli fyrirlitningu, sagt mjög óviðeigandi hluti og gripið í sig og nuddað líkamshluta, þar á meðal mjaðmir og brjóst.

Samkvæmt ákæru þá var önnur kona sem ásakaði Depardieu um svipað athæfi á sama tökusetti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ný ást gæti kviknað í brjósti þér í dag, í næstu viku eða snemma á næsta ári. Sýndu áttavilltum vini þolinmæði og skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ný ást gæti kviknað í brjósti þér í dag, í næstu viku eða snemma á næsta ári. Sýndu áttavilltum vini þolinmæði og skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
5
Ragnheiður Gestsdóttir