Tékkið á tískunni: Verzló

Ljósmyndari mbl.is myndaði tískuna á ganginum í Verzlunarskóla Íslands.
Ljósmyndari mbl.is myndaði tískuna á ganginum í Verzlunarskóla Íslands. Samsett mynd

Það var góð stemning á Marmaranum í Verzlunarskóla Íslands þegar ljósmyndara og blaðamann bar að garði á dögunum. Margir Verzlingar eiga það sameiginlegt að versla fötin sín notuð og eignast þannig einstakar flíkur. 

Hér fyrir neðan er hægt að tékka á tískunni í Verzló. 

Flóki Floriansson Zink – 17 ára

„Þetta eru Wood Wood-buxur úr 17. Jakkinn er frá Carhart, ég fékk hann á Mallorca. Síðan er ég í peysu frá Capti Gallery sem er merki sem ég rek sjálfur,“ segir Flóki.  

Flóki Floriansson Zink.
Flóki Floriansson Zink. mbl.is/Eyþór Árnason

Ísak Rökkvi Davíðsson og Þórdís Elísabet Arnarsdóttir - busar

Ísak fékk innblásturinn frá IceGuys þegar hann klæddi sig upp í gallafatnað og mætti með bleik sólgleraugu. 

Þórdís Elísabet segist gera sitt besta að mæta alltaf fallega klædd í skólann. „The school is my runway,“ segir Þórdís. 

Ísak Rökkvi Davíðsson og Þórdís Elísabet Arnarsdóttir.
Ísak Rökkvi Davíðsson og Þórdís Elísabet Arnarsdóttir. mbl.is/Eyþór Árnason

Leo Ólafsson – að verða 18

„Ég reyni að vanda fatastílinn. Finnst það mikilvægt,“ segir Leo um fatastílinn. Hann var í jakka frá Capti Gallery og buxum frá Zöru. 

Leo Ólafsson.
Leo Ólafsson. mbl.is/Eyþór Árnason

Helena King og Helana Davíðsdóttir - 18 ára

Helena Davíðsdóttir mætti í skólann í skóm sem hún keypti notaða í Bandaríkjunum. Peysuna keypti hún notaða á Ítalíu og buxurnar fékk hún í Urban Outfitters. 

Helena King var í einstökum loðskóm sem hún fann í Extraloppunni. Hún var með mikið skart sem hún fékk notað. Hún bjó til buxurnar og vestið sjálf. 

Helena Davíðsdóttir og Helana King.
Helena Davíðsdóttir og Helana King. mbl.is/Eyþór Árnason

Sigríður Svava Kristinsdóttir - 18 ára

„Vestið er úr Spútnik. Peysan og Buxurnar eru úr Zöru,“ segir Sigríður Svava sem heillast af notuðum fötum eins og fleiri í skólanum.  

Sigríður Svava Kristinsdóttir.
Sigríður Svava Kristinsdóttir. mbl.is/Eyþór Árnason

Emilía Ómarsdóttir - 18 ára

Emilía kaupir mikið notað en loðfeldinn fann hún einmitt í verslun sem selur notuð föt í Mílanó. Buxurnar eru frá Pull & Bear. 

Emilía Ómarsdóttir.
Emilía Ómarsdóttir. mbl.is/Eyþór Árnason

Óliver Kjartansson – 18 ára

„Jakkinn er úr Verzlanahöllinni. Buxurnar úr Spútnik og peysan úr Hringekjunni,“ segir Óliver. 

Óliver Kjartansson.
Óliver Kjartansson. mbl.is/Eyþór Árnason

Martin Halldórsson – 18 ára

Martin er í Acne-bol undir svartri peysu sem hann klippti og gerði að sinni. Hann var í svörtum buxum frá Weekday en oft notar hann notað belti frá ömmu sinni við buxurnar. 

Martin Halldórsson.
Martin Halldórsson. mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir