Hvar er Katrín?

Ekki hefur sést til Katrínar prinsessu síðan hún undirgekkst aðgerð …
Ekki hefur sést til Katrínar prinsessu síðan hún undirgekkst aðgerð á kviðarholi í janúar. AFP

Ýmsar kenn­ing­ar hafa skap­ast um hvar Katrín prins­ess­an af Wales haldi til um þess­ar mund­ir í kjöl­far aðgerðar á kviðar­holi henn­ar. Prins­ess­an gekkst und­ir aðgerðina þann 16. janú­ar og hef­ur lítið sést eða spurst til henn­ar síðan.

Tals­menn Kens­ingt­on-hall­ar­inn­ar gáfu út til­kynn­ingu skömmu eft­ir aðgerðina og sögðu hana hafa gengið vel. Bú­ist væri við því að prins­ess­an myndi dvelja á sjúkra­húsi í 10-12 daga og að hún myndi hefja kon­ung­leg­ar embætt­is­skyld­ur á ný í sein­asta lagi eft­ir páska. 

Hafa þó ýms­ar spurn­ing­ar vaknað um heilsu og af­drif prins­ess­unn­ar, en marg­ir net­verj­ar hafa bent á að upp­lýs­ingaflæði um heilsu henn­ar sé tals­vert minna en um krabba­meins­bar­áttu Karls kon­ungs, sem greind­ist með krabba­mein á svipuðum tíma og Katrín gekkst und­ir aðgerðina.

Misal­var­leg­ar kenn­ing­ar

Kenn­ing­ar net­verja hafa ým­ist verið á al­var­legri nót­um og virðast sum­ir ótta­slegn­ir um að eitt­hvað hafi farið úr­skeiðis í aðgerðinni á meðan aðrar kenn­ing­ar eru létt­ari nótt­um. Sum­ir hafa jafn­vel gant­ast með það að prins­ess­an sé að fela sig frá börn­um sín­um, að hún sé listamaður­inn Banksy, sé að jafna sig eft­ir bras­il­íska rass­lyft­ingu eða hafi mögu­lega gert þau mis­tök að klippa á sig topp og sé nú að bíða eft­ir því að hann vaxi úr. 

Engu að síður hafa einnig verið uppi kenn­ing­ar um að al­var­legri ástæður lægju að baki fjar­veru Katrín­ar. The Times greindi frá því 1. fe­brú­ar að kon­ungs­fjöl­skyld­an væri í miklu upp­námi yfir ósönn­um sögu­sögn­um um að prins­ess­an væri í dái á sjúkra­húsi í kjöl­far aðgerðar­inn­ar, eft­ir að spænski miðill­inn Fiesta greindi frá því. 

For­fallaðist af „per­sónu­leg­um ástæðum“

Var það þó ekki á kenn­ing­ar net­verja bæt­andi þegar Vil­hjálm­ur Bretaprins for­fallaðist úr jarðarför guðföður síns í gær „af per­sónu­leg­um ástæðum,“ en út­för­in fór fram í kirkju ná­lægt Windsor-kast­ala. 

Tals­menn hall­ar­inn­ar virðist hafa áttað sig á því að fjar­vera prins­ins myndi ýta und­ir enn frek­ari sögu­sagn­ir og birtu sam­dæg­urs til­kynn­ingu um að prins­ess­an væri á bata­vegi.

Er hún sögð halda til í Adelai­de Cotta­ge - litlu íbúðar­húsi á sama landi og Windsor-kast­ala, þar sem tveir hjúkr­un­ar­fræðing­ar ann­ast hana. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Jafnvel þótt þú hafir rétt í þessu komið reglu á litla heiminn þinn, verðurðu að vera opinn fyrr breytingum. Til allrar hamingju er pláss fyrir fleiri en eitt símanúmer í hraðvalinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
3
Torill Thorup
4
Ívar Örn Katrín­ar­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Jafnvel þótt þú hafir rétt í þessu komið reglu á litla heiminn þinn, verðurðu að vera opinn fyrr breytingum. Til allrar hamingju er pláss fyrir fleiri en eitt símanúmer í hraðvalinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
3
Torill Thorup
4
Ívar Örn Katrín­ar­son
5
Sofie Sar­en­brant