Hvar er Katrín?

Ekki hefur sést til Katrínar prinsessu síðan hún undirgekkst aðgerð …
Ekki hefur sést til Katrínar prinsessu síðan hún undirgekkst aðgerð á kviðarholi í janúar. AFP

Ýmsar kenningar hafa skapast um hvar Katrín prinsessan af Wales haldi til um þessar mundir í kjölfar aðgerðar á kviðarholi hennar. Prinsessan gekkst undir aðgerðina þann 16. janúar og hefur lítið sést eða spurst til hennar síðan.

Talsmenn Kensington-hallarinnar gáfu út tilkynningu skömmu eftir aðgerðina og sögðu hana hafa gengið vel. Búist væri við því að prinsessan myndi dvelja á sjúkrahúsi í 10-12 daga og að hún myndi hefja konunglegar embættisskyldur á ný í seinasta lagi eftir páska. 

Hafa þó ýmsar spurningar vaknað um heilsu og afdrif prinsessunnar, en margir netverjar hafa bent á að upplýsingaflæði um heilsu hennar sé talsvert minna en um krabbameinsbaráttu Karls konungs, sem greindist með krabbamein á svipuðum tíma og Katrín gekkst undir aðgerðina.

Misalvarlegar kenningar

Kenningar netverja hafa ýmist verið á alvarlegri nótum og virðast sumir óttaslegnir um að eitthvað hafi farið úrskeiðis í aðgerðinni á meðan aðrar kenningar eru léttari nóttum. Sumir hafa jafnvel gantast með það að prinsessan sé að fela sig frá börnum sínum, að hún sé listamaðurinn Banksy, sé að jafna sig eftir brasilíska rasslyftingu eða hafi mögulega gert þau mistök að klippa á sig topp og sé nú að bíða eftir því að hann vaxi úr. 

Engu að síður hafa einnig verið uppi kenningar um að alvarlegri ástæður lægju að baki fjarveru Katrínar. The Times greindi frá því 1. febrúar að konungsfjölskyldan væri í miklu uppnámi yfir ósönnum sögusögnum um að prinsessan væri í dái á sjúkrahúsi í kjölfar aðgerðarinnar, eftir að spænski miðillinn Fiesta greindi frá því. 

Forfallaðist af „persónulegum ástæðum“

Var það þó ekki á kenningar netverja bætandi þegar Vilhjálmur Bretaprins forfallaðist úr jarðarför guðföður síns í gær „af persónulegum ástæðum,“ en útförin fór fram í kirkju nálægt Windsor-kastala. 

Talsmenn hallarinnar virðist hafa áttað sig á því að fjarvera prinsins myndi ýta undir enn frekari sögusagnir og birtu samdægurs tilkynningu um að prinsessan væri á batavegi.

Er hún sögð halda til í Adelaide Cottage - litlu íbúðarhúsi á sama landi og Windsor-kastala, þar sem tveir hjúkrunarfræðingar annast hana. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup