Rifjaði upp erfiða tíma á tökusetti

Rebecca Ferguson opnaði sig um erfiðan mótleikara.
Rebecca Ferguson opnaði sig um erfiðan mótleikara. AFP

Sænska leikkonan Rebecca Ferguson greindi frá því í viðtali í vikunni að hún hafi ekki alltaf upplifað ánægjulega tíma á tökusetti. Ferguson var gestur í hlaðvarpsþætti Josh Smith, Reign with Josh Smith, þar sem hún rifjaði upp tíma þegar hún þurfti að eiga við „algeran fávita“ sem var mótleikari hennar í kvikmyndaverkefni. 

Ferguson hefur leikið í stórmyndum á við The Greatest Showman, Florence Foster Jenkins, The Snowman, The Girl on the Train, Dune og Mission Impossible. 

Upplifði einelti á tökustað

„Ég man vel eftir tímum þar sem þessi einstaklingur var svo reiður og óöruggur að hann átti bágt með að koma fyrir sig orði. Hann kom í veg fyrir að við gátum leikið atriði,“ sagði Ferguson sem gaf þó ekki upp nafn leikarans né kvikmyndaverkefnið. 

Leikkonan greindi frá því að hafa upplifað einelti á tökusetti. „Hann kom með niðurlægjandi athugasemdir og nýtti hvert tækifæri til að upphefja sjálfan sig.

Ég var gott skotmark, algjörlega berskjölduð og viðkvæm. Þess vegna kaus hann að öskra á mig. Hann var efstur á blaði og verndaður en enginn á setti kom mér til varnar. Ég gekk ítrekað í burtu, dofin og grátandi,“ sagði Ferguson. 

Hún kaus þrátt fyrir allt að ræða við viðkomandi. „Ég gekk upp að honum, horfði í augu hans og sagði: „Þú getur farið til fjandans. Ég vil aldrei sjá þig aftur.“ Ferguson sagði þetta vendipunkt í eigin ferli þar sem hún hefur staðið með sjálfri sér alla daga síðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup