Tónlistarmaður ásakar Diddy um kynferðisofbeldi

Sean „Diddy“ Combs á alvarlegar ásakanir yfir höfði sér.
Sean  „Diddy“ Combs á alvarlegar ásakanir yfir höfði sér. AFP

Tónlistarmaðurinn Lil Rod hefur höfðað mál gegn tónlistarmanninum Sean „Diddy“ Combs, fyrir að hafa beitt sig kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi og segir rapparann stunda mansal. Diddy neitar alfarið ásökununum.

Málið var höfðað fyrir alríkisdómstól í New York og er Combs sakaður um að hafa ítrekað snert og þreifað á Lil Rod, sem heitir réttu nafni Rodney Jones, kynferðislega. Hefur hann einnig sagt Diddy reka „innri hring“ sinn sem glæpasamtök. 

Cuba Gooding Jr. nefndur í skjölunum

Segist Jones hafa verið látinn vinna störf sín sem pródúsent inni á baðherbergi á meðan Diddy gekk um nakinn og baðaði sig. Einnig heldur hann því fram að Combs hafi þrýst á hann að hafa uppi á vændiskonum og sofa hjá þeim. Hann hafi í eitt sinn vaknað við hlið tveggja vændiskvenna og grunað að honum hafi verið byrlað ólyfjan.

Kveðst Jones hafa myndir, myndbönd og skjáskot máli sínu til stuðnings. Meðal nafna sem koma fram í málsgögnum eru leikarinn Cuba Gooding Jr. og rapparinn Yung Miami.

Segir Jones Gooding Jr. hafa verið með kynferðislega tilburði gagnvart sér á snekkju Diddy, en hann nefnir Yung Miami sem eina af nokkrum vændiskonum á launaskrá hjá Diddy. 

Diddy ásamt Yung Miami á Met Gala, fjáröflunarballi Önnu Wintour …
Diddy ásamt Yung Miami á Met Gala, fjáröflunarballi Önnu Wintour í fyrra. JAMIE MCCARTHY

Cassie sakaði Diddy um nauðgun

Samkvæmt LA Times höfðuðu fjórir aðskildir stefnendur einkamál gegn Sean Combs í desember og sökuðu hann meðal annars um nauðgun, mansal og líkamsárásir.

Á meðal stefnanda var söngkonan Cassie, sem var í sambandi með Diddy á árunum 2007 til 2018, og ásakaði hún hann um nauðgun, ítrekaðar líkamsárásir og að hafa neytt sig til að stunda kynlíf með vændismönnum fyrir framan hann. 

Diddy og Cassie komust að samkomulagi utan dómstóla degi eftir að hún stefndi honum.

Cassie Ventura og Sean Combs árið 2018.
Cassie Ventura og Sean Combs árið 2018. AFP/Jewel Samad
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir