Mikið stuð í Söngvakeppnisveislu á Hrafnistu

Tónlistarkonan Sigga Ósk söng fyrir heimilisfólk á Hrafnistu.
Tónlistarkonan Sigga Ósk söng fyrir heimilisfólk á Hrafnistu. Ljósmynd/Aðsend

Yfir 120 manns komu saman í menningarsalnum á Hrafnistu Hraunvangi í dag. Ástæðan var sú að úrslit Söngvakeppninnar ráðast á morgun. Tónlistarkonan Sigga Ózk gaf sér tíma til þess að syngja og dansa fyrir heimilisfólk en Sigga Ózk tekur þátt í úrslitunum á morgun. 

Helena Björk Jónsdóttir, íþróttakennari á Hrafnistu, segir að partíið sé árlegt á Hrafnistu. „Árlega er haldin júrógleði í tilefni Söngvakeppninnar, farið yfir lög síðustu ára og spáð fyrir um komandi keppni,“ segir Helena.

Helana segir fólk á Hrafnistu mjög þakklátt fyrir heimsóknina og sló Sigga Ózk í gegn hjá öllum. 

Það var góð stemning í salnum.
Það var góð stemning í salnum. Ljósmynd/Aðsend

Spennan magnast

Úrslitin Söngvakeppninnar fara fram á morgun en fimm lög keppa til úrslita. Bræðurnir í Væb flytja lagið Bíómynd, Hera Björk flytur lagið Scared of Heights, Anita flytur lagið Downfall, Bashar Murad flytur lagið Wild Wild West og Sigga Ózk flytur lagið Into The Atmosphere

Þó svo að sigurvegari Söngvakeppninnar verður krýndur á morgun er ekki þar með sagt að sá hinn sami fari út fyrir Íslands hönd í aðalkeppni Eurovision.

Ríkisútvarpið ákvað að rjúfa tengsl milli Söngvakeppninnar og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ákvörðun um það hvort Íslend­ing­ar senda fram­lag til Svíþjóðar var um leið sögð verða tek­in í sam­ráði við þann sem stæði uppi sem sig­ur­veg­ari í keppn­inni hér á landi. Mikið var þrýst að Rúv að sniðganga Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva ef Ísra­el verður með, í mót­mæla­skyni við fram­göngu Ísra­els á Gasa.

Væb, Hera Björk, Anita, Bashar Burad og Sigga Ózk taka …
Væb, Hera Björk, Anita, Bashar Burad og Sigga Ózk taka þátt í úrslitunum. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan