Rúnar Freyr greiddi götu Murad í Söngvakeppnina

Framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar tryggði þátttöku Bashar Murad.
Framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar tryggði þátttöku Bashar Murad. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson/mbl.is

Rún­ar Freyr Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Söngv­akeppn­inn­ar og starfsmaður Rík­is­út­varps­ins, greiddi götu palestínska söngv­ar­ans Bash­ar Murad svo hann gæti lög­lega tekið þátt í Söngv­akeppn­inni. Tryggði hann að Murad fengi fram­leng­ingu vega­bréfs­árit­un­ar til Íslands frá Útlend­inga­stofn­un bara til þess að Murad gæti keppt.

„Ég er fram­kvæmda­stjóri Söngv­akeppn­inn­ar og Bash­ar er þar kepp­andi. Nauðsyn­legt er að hann fái vega­bréfs­árit­un hingað til lands til að hann geti tekið þátt í keppn­inni. Ef hann sigr­ar keppn­ina mun hann vænt­an­lega taka þátt í Eurovisi­on í Mal­mö um miðjan maí og þarf árit­un hans að gilda fram yfir þann tíma vegna und­ir­bún­ings­vinnu,“ seg­ir Rún­ar Freyr í út­fylltu og und­ir­rituðu boðsbréfi fyr­ir Bash­ar Murad.

Þetta kem­ur fram í út­fylltu og und­ir­rituðu boðsbréfi vegna heim­sókn­ar sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um. Koma þar fram all­ar upp­lýs­ing­ar er varða Rún­ar og Murad sem og árit­un Rún­ars Freys Gísla­son­ar.

Verður á land­inu þar til keppn­inni lýk­ur

Ein spurn­ing frá út­lend­inga­stofn­un sem þarf að svara í boðsbréf­inu spyr: „Hvenær og hversu lengi mun um­sækj­andi heim­sækja þig á Íslandi?“

Svar Rún­ars Freys:

„Bash­ar er á Íslandi núna og verður þar til Söngv­akeppn­inni lýk­ur. Og leng­ur ef hann sigr­ar keppn­ina.“

Er aðeins í land­inu fyr­ir keppn­ina

Önnur spurn­ing frá Útlend­inga­stofn­un varðar hver ástæða heim­sókn­ar­inn­ar sé:

„Bash­ar er þátt­tak­andi í Söngv­akeppn­inni á RÚV og mun flytja lag sitt í beinni út­send­ingu sjón­varps 24. fe­brú­ar og mögu­lega einnig í byrj­un mars ef hann kemst áfram. Vega­bréfs­árit­un hans renn­ur út í lok fe­brú­ar og til þess að tryggja að hann geti tekið þátt í Söngv­akeppn­inni,“ svar­ar Rún­ar Freyr.

Var bréfið und­ir­ritað í Reykja­vík þann 15. fe­brú­ar 2024 af Rún­ari Frey Gísla­syni, sem er sem fyrr seg­ir fram­kvæmda­stjóri Söngv­akeppn­inn­ar.

Úrslit Söngv­akeppn­inn­ar hefjast í kvöld klukk­an 19.45.

Síðasta blaðsíðan í umsókninni. Sjá má undirritun Rúnars.
Síðasta blaðsíðan í um­sókn­inni. Sjá má und­ir­rit­un Rún­ars.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son