Rúnar Freyr greiddi götu Murad í Söngvakeppnina

Framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar tryggði þátttöku Bashar Murad.
Framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar tryggði þátttöku Bashar Murad. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson/mbl.is

Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og starfsmaður Ríkisútvarpsins, greiddi götu palestínska söngvarans Bashar Murad svo hann gæti löglega tekið þátt í Söngvakeppninni. Tryggði hann að Murad fengi framlengingu vegabréfsáritunar til Íslands frá Útlendingastofnun bara til þess að Murad gæti keppt.

„Ég er framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og Bashar er þar keppandi. Nauðsynlegt er að hann fái vegabréfsáritun hingað til lands til að hann geti tekið þátt í keppninni. Ef hann sigrar keppnina mun hann væntanlega taka þátt í Eurovision í Malmö um miðjan maí og þarf áritun hans að gilda fram yfir þann tíma vegna undirbúningsvinnu,“ segir Rúnar Freyr í útfylltu og undirrituðu boðsbréfi fyrir Bashar Murad.

Þetta kemur fram í útfylltu og undirrituðu boðsbréfi vegna heimsóknar sem mbl.is hefur undir höndum. Koma þar fram allar upplýsingar er varða Rúnar og Murad sem og áritun Rúnars Freys Gíslasonar.

Verður á landinu þar til keppninni lýkur

Ein spurning frá útlendingastofnun sem þarf að svara í boðsbréfinu spyr: „Hvenær og hversu lengi mun umsækjandi heimsækja þig á Íslandi?“

Svar Rúnars Freys:

„Bashar er á Íslandi núna og verður þar til Söngvakeppninni lýkur. Og lengur ef hann sigrar keppnina.“

Er aðeins í landinu fyrir keppnina

Önnur spurning frá Útlendingastofnun varðar hver ástæða heimsóknarinnar sé:

„Bashar er þátttakandi í Söngvakeppninni á RÚV og mun flytja lag sitt í beinni útsendingu sjónvarps 24. febrúar og mögulega einnig í byrjun mars ef hann kemst áfram. Vegabréfsáritun hans rennur út í lok febrúar og til þess að tryggja að hann geti tekið þátt í Söngvakeppninni,“ svarar Rúnar Freyr.

Var bréfið undirritað í Reykjavík þann 15. febrúar 2024 af Rúnari Frey Gíslasyni, sem er sem fyrr segir framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar.

Úrslit Söngvakeppninnar hefjast í kvöld klukkan 19.45.

Síðasta blaðsíðan í umsókninni. Sjá má undirritun Rúnars.
Síðasta blaðsíðan í umsókninni. Sjá má undirritun Rúnars.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar