Elton John hrósar Laufeyju í hástert

Elton John spjallaði við Laufeyju Lín Jónsdóttur í hlaðvarpinu Rocket …
Elton John spjallaði við Laufeyju Lín Jónsdóttur í hlaðvarpinu Rocket Hour á dögunum. Samsett mynd

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir var á dögunum gestur í hlaðvarpi stórstjörnunnar Eltons Johns, Rocket Hour.

Í þættinum lofsamar John tónlist Laufeyjar og hrósar henni í hástert. Þau ræddu meðal annars um yfirstandandi tónleikaferðalag hennar, en hún fór beinustu leið í tónleikaferðalag af Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles þar sem hún hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun. 

Reiknar með að heimsækja næstum allar heimsálfurnar

„Sem tónlistarmaður veit ég hve góður tónlistarmaður þú ert. Það er svo frábært að heyra í þér og sjá hvað þú hefur náð góðum árangri,“ segir John í klippu sem hann birti á Instagram úr hlaðvarpinu. Í kjölfarið spyr hann hvað sé á döfinni hjá tónlistarkonunni. 

„Ég held að þetta sé fyrsta stóra tónleikaárið mitt. Ég verð mikið á ferðalagi og reikna með að heimsækja næstum allar heimsálfurnar,“ svarar Laufey. 

John segir að honum finnist dásamlegt að sjá konur vera að blómstra innan tónlistarheimsins og nefnir þar stórstjörnur á borð við Lönu Del Rey og Billie Eilish. „Það er yndislegt að sjá konurnar vera að blómstra og gera alla góðu tónlistina, og þú ert svo sannarlega ein af þeim sem eru að ryðja þá braut,“ segir John. 

View this post on Instagram

A post shared by Elton John (@eltonjohn)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir