Ísraelar fallast á að breyta textanum

Eden Golan er flytjandi ísraelska lagsins October Rain.
Eden Golan er flytjandi ísraelska lagsins October Rain. Skjáskot/EurovisionWorld

Ísraelska ríkisútvarpið Kan hefur óskað eftir textabreytingu á lagi sem er líklegt að verði framlag þeirra í Eurovision í ár.

Þetta kemur fram í frétt BBC.

Lagið October Rain hefur farið fyrir brjóstið á mörgum sem segja það of pólitískt þar sem það skírskoti til árásar Hamas þann 7. október, sem hratt af stað árásum Ísraels á Gasasvæðið.

Reglur keppninnar kveða á um bann við pólitískum skilaboðum og hafa skipuleggjendur varað Ísrael við að þeim verði meinuð þátttaka í keppninni verði laginu ekki breytt.  

Ríkisútvarpið breytt um skoðun

Ísraelski forsetinn Isaac Herzog kallaði í gær eftir breytingum á textanum til að tryggja þátttöku landsins.

Í síðasta mánuði, þegar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva sagðist þurfa að leggja mat á textann, kvaðst Kan ekki ætla að endurskoða textann.

Virðist nú komið annað hljóð í strokkinn og hefur Kan beðið höfund lagsins um að gera „breytingar á textanum án þess að bæla niður listræna tjáningu hans“.

Lagið er flutt af Eden Col­an, sem er hálf­ur Ísra­eli og hálf­ur Rússi, og verður það frum­flutt 10. mars.

Skýtur skökku við

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur áður meinað lögum þátttöku vegna pólitískra lagatexta en árið 2009 dró Georgía sig úr keppninni eftir að lag þeirra We Don't Wanna Put In var bannað fyrir að vera of pólitískt. Textinn vísar til Vladimír Pútíns Rússlandsforseta.

Sömuleiðis var Hvíta Rússlandi meinuð þátttaka árið 2021 fyrir að leggja fram tvö lög til keppninnar sem voru talin of pólitísk. Þar var hæðst að mótmælum gegn forseta landsins Alexander Lukasjenkó í landinu. 

Hafa margir listamenn og Evrópubúar, meðal annars á Íslandi, bent á að það skjóti skökku við að Ísrael sé heimiluð þátttaka þrátt fyrir voðaverk þeirra á Gasasvæðinu, þegar Rússum var meinuð þátttaka í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu. 

Til þessa hafa skipuleggjendur haldið því fram að aðstæðurnar séu ólíkar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar