Aðdáendur segja Swift andlega og líkamlega uppgefna

Taylor Swift.
Taylor Swift. AFP

Gífurlegt álag hefur verið á bandarísku tónlistarkonunni Taylor Swift upp á síðkastið. Áhyggjufullir aðdáendur Swift segja hana andlega og líkamlega uppgefna, en tónlistarkonan virtist veikluleg og óstyrk á tónleikum sínum í Singapúr á mánudagskvöldið. 

Swift hefur verið í sviðsljósinu í tæp tuttugu ár. Hún kom fyrst fram á sjónarsviðið 2004, aðeins 14 ára gömul. Frá þeim tíma hefur Swift verið á fljúgandi siglingu, en síðustu ár hafa verið sérstaklega viðburðarrík og öflug, bæði innan tónlistargeirans og einkalífsins.

Tónlistarkonan var valin manneskja ársins 2023, fann ástina í örmum íþróttamannsins Travis Kelce, gerðist formlega milljarðamæringur og hóf gríðarlega farsælt tónleikaferðalag sitt, Eras Tour. Swift byrjaði tónleikaferðalag sitt í mars á síðasta ári og hefur ferðast vítt og breitt um heiminn í tæpt ár. Eras Tour lýkur um miðjan desembermánuð og er því nóg eftir.

Aðdáendum tónlistarkonunnar, hópurinn sem gengur undir nafninu Swifties, leist ekki á blikuna þegar myndskeið frá tónleikum hennar í Singapúr fóru að birtast á síðum samfélagsmiðla í gær.

Margir höfðu áhyggjur af því að Swift væri á leið að keyra sig í þrot, en tónlistarkonan er með þrjá tónleika til viðbótar á dagskrá í borginni áður en hún heldur í gott hvíldarfrí. Swift leggur af stað til Frakklands í maí en þá hefst tónleikaferðalagið að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir