Ekkert að fela nýfundna ást sína

Ástfangin í Mexíkó.
Ástfangin í Mexíkó. Samsett mynd

Leikararnir Joshua Jackson og Lupita Nyong’o eru ekkert að fela nýfundna ást sína fyrir umheiminum. Myndir náðust af þeim saman á strönd í Mexíkó á sunnudag, nánar tiltekið í Puerto Vallarta. Parið geislaði af hamingju og væntumþykju. Myndirnar, sem birtust á vef E! News, sýna parið meðal annars í innilegum faðmlögum.

Sögusagnir fóru á flug á samfélagsmiðlum í október um að Jackson og Nyong’o væru byrjuð að hittast. Á þeim tíma voru einungis örfáir dagar frá því að leikkonan Jodie Turner-Smith hafði sótt um skilnað frá Jackson, en þau höfðu verið gift í tæplega fjögur ár og eiga eina dóttur.

Nyong’o, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni 12 Years a Slave, fagnaði 41 árs afmæli sínu þann 1. mars síðastliðinn og er talið að Jackson hafi boðið henni í sérstaka afmælisferð til Mexíkó.

Jackson og Nyong’o sáust á stefnumóti í Joshua Tree í Kaliforníu í árslok þar sem þau gengu hönd í hönd. Myndirnar birtust rúmri viku eftir að þau sáust saman á tónleikum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir