Forstjóri Play kominn aftur í Dimmu

Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play. Ljósmynd/Play

Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, hefur ákveðið að ganga til liðs við gömlu félaga sína í þungarokkshljómsveitinni Dimmu. Birgir er trommuleikari og hefur spilað með nokkrum hljómsveitum í gegnum tíðina. Hann hætti í þungarokkshljómsveitinni Dimmu árið 2018 en þá hafði hann spilað með hljómsveitinni síðan árið 2011. 

„Lífið er skrýtið og fallegt. Ég fékk tækifæri til að ganga til liðs við mína gömlu félaga í Dimmu. Þrátt fyrir mikið annríki í vinnunni þá ákvað ég að slá til. Til stendur að spila 5-6 tónleika á árinu. Til að taka af allan vafa þá er ég alls ekki að hætta hjá Play enda er það draumastarfið mitt,“ sagði Birgir í færslu á Facebook. 

Hér má sjá Birgi á trommunum árið 2014 á tónleikum í Hörpu: 

Stefán Jakobsson er söngvari Dimmu en hinir sem eru meðlimir eru Ingó Geirdal sem spilar á gítar og Silli Geirdal sem spilar á bassa. 

Um tíma kom kóngurinn Bubbi Morthens fram með hljómsveitinni en hér má sjá Dimmu spila með honum lagið Mescalin sem er einn af smellum hans:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Moa Herngren