Bubbi: „Látið hana í friði“

Bubbi Morthens styður Heru Björk.
Bubbi Morthens styður Heru Björk. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens biðlar til fólks um að hætta að koma með athugasemdir um söngkonuna Heru Björk, sem á dögunum sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Scared of Heights.

Bubbi, sem er einn af ástsælustu tónlistarmönnum landsins, birti færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem hann bað fólk um að hætta að sýna söngkonunni dónaskap og leiðindi á samfélagsmiðlum.

„Hera Björk vann þessa blessuðu keppni. Hún ákvað að fara til Svíþjóðar og syngja, það er hennar val. Það er óþarfi að pönkast í henni þó einhverjir séu ósammála. Mér líkar ekki hvernig fólk kemur fram við hana á samfélagsmiðlum. Hún tók þátt af heilindum og góðri trú. Látið hana í friði,” skrifaði Bubbi.

Það skýrist í dag hvort Hera Björk haldi út til Svíþjóðar fyrir hönd Íslands. 

Rík­is­út­varpið og fram­kvæmda­stjórn Söngv­akeppn­inn­ar hafa haldið spil­un­um þétt að sér síðan Hera Björk bar sig­ur úr být­um í Söngv­akeppn­inni og ekki gefið upp hvort ákvörðun hafi verið tek­in um hvort Ísland taki þátt í keppn­inni eða ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup