Gosling sló í gegn ásamt óvæntum leynigesti

Gosling átti sviðið!
Gosling átti sviðið! AFP

Óhætt er að segja að flutn­ing­ur kanadíska leik­ar­ans Ryan Gosl­ing á lag­inu I'm Just Ken hafi slegið í gegn á Óskar­sverðlauna­hátíðinni í nótt. Lagið, sem er samið af Mark Ronson, var meðal til­nefndra. 

Gosl­ing, 43 ára, klædd­ist bleik­um dem­ants­skreytt­um jakka­föt­um og söng lagið af mik­illi inn­lif­un. Leik­ar­inn, sem var sjálf­ur til­nefnd­ur fyr­ir hlut­verk sitt í Barbie, fékk áhorf­end­ur til að rísa úr sæt­um og syngja með. Margot Robbie, Greta Gerwig og Emma Stone voru meðal þeirra sem tóku und­ir með Gosl­ing.

Á sviðinu var leik­ar­inn um­kringd­ur hæfi­leika­rík­um lista­mönn­um. Höf­und­ur lags­ins, Mark Ronson, spilaði á gít­ar ásamt hljóm­sveit sinni og leik­ar­arn­ir Simu Liu og Kingsley Ben-Adir, sem fóru einnig með hlut­verk Ken í Barbie, dönsuðu og sungu við hlið Gosl­ing ásamt tug­um dans­ara. 

Óvænt­ur leynigest­ur birt­ist síðan á sviðinu, en einn fræg­asti gít­ar­leik­ari í heimi, Slash, mætti á svið og plokkaði streng­ina við mik­inn fögnuð áhorf­enda.

Hann er Ken!
Hann er Ken! AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er áríðandi að þú leggir mikið á þig, svo virðist sem stórkostlegir framamöguleikar séu rétt innan seilingar. Ef illa gengur, dragðu í land og byrjaðu aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er áríðandi að þú leggir mikið á þig, svo virðist sem stórkostlegir framamöguleikar séu rétt innan seilingar. Ef illa gengur, dragðu í land og byrjaðu aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant