Gosling sló í gegn ásamt óvæntum leynigesti

Gosling átti sviðið!
Gosling átti sviðið! AFP

Óhætt er að segja að flutningur kanadíska leikarans Ryan Gosling á laginu I'm Just Ken hafi slegið í gegn á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Lagið, sem er samið af Mark Ronson, var meðal tilnefndra. 

Gosling, 43 ára, klæddist bleikum demantsskreyttum jakkafötum og söng lagið af mikilli innlifun. Leikarinn, sem var sjálfur tilnefndur fyrir hlutverk sitt í Barbie, fékk áhorfendur til að rísa úr sætum og syngja með. Margot Robbie, Greta Gerwig og Emma Stone voru meðal þeirra sem tóku undir með Gosling.

Á sviðinu var leikarinn umkringdur hæfileikaríkum listamönnum. Höfundur lagsins, Mark Ronson, spilaði á gítar ásamt hljómsveit sinni og leikararnir Simu Liu og Kingsley Ben-Adir, sem fóru einnig með hlutverk Ken í Barbie, dönsuðu og sungu við hlið Gosling ásamt tugum dansara. 

Óvæntur leynigestur birtist síðan á sviðinu, en einn frægasti gítarleikari í heimi, Slash, mætti á svið og plokkaði strengina við mikinn fögnuð áhorfenda.

Hann er Ken!
Hann er Ken! AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir