Huldi það allra heilagasta með umslagi

John Cena tók þetta alla leið.
John Cena tók þetta alla leið. AFP

Bandaríski leikarinn og fyrrverandi WWE-glímukappinn, John Cena, kom mörgum á óvart þegar hann steig á svið Óskarsverðlaunanna til að kynna búningaverðlaun ársins. Í fyrstu virtist Cena standa allsber á sviðinu og var aðeins með umslag með nafni sigurvegarans til að hylja sitt allra heilagasta. Það kom þó fljótt í ljós að þetta var allt gert í góðu gríni.

Áður en Cena steig á svið, rifjaði Jimmy Kimmel, kynnir Óskarsverðlaunanna, upp eitt þekktasta atvik í sögu verðlaunanna. Það var þegar maður að nafni Robert Opel hljóp nakinn yfir sviðið. Atvikið átti sér stað á 46. Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1974. Í ár eru 50 ár liðin frá nektarhlaupi Opel. 

„Getur þú ímyndað þér ef eitthvað þessu líkt myndi gerast núna? Ef að nakinn maður myndi hlaupa yfir sviðið,“ sagði Kimmel við áhorfendur. Það var þá sem að Cena gægðist fram.

Eftir gott grín á milli Kimmel og Cena, gekk leikarinn að míkrófóninum og tilkynnti um verðlaunahafa kvöldsins. Holly Waddington hreppti verðlaunin fyrir kvikmyndina Poor Things

Jimmy Kimmel og John Cena gerðu gott grín.
Jimmy Kimmel og John Cena gerðu gott grín. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka