Huldi það allra heilagasta með umslagi

John Cena tók þetta alla leið.
John Cena tók þetta alla leið. AFP

Bandaríski leikarinn og fyrrverandi WWE-glímukappinn, John Cena, kom mörgum á óvart þegar hann steig á svið Óskarsverðlaunanna til að kynna búningaverðlaun ársins. Í fyrstu virtist Cena standa allsber á sviðinu og var aðeins með umslag með nafni sigurvegarans til að hylja sitt allra heilagasta. Það kom þó fljótt í ljós að þetta var allt gert í góðu gríni.

Áður en Cena steig á svið, rifjaði Jimmy Kimmel, kynnir Óskarsverðlaunanna, upp eitt þekktasta atvik í sögu verðlaunanna. Það var þegar maður að nafni Robert Opel hljóp nakinn yfir sviðið. Atvikið átti sér stað á 46. Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1974. Í ár eru 50 ár liðin frá nektarhlaupi Opel. 

„Getur þú ímyndað þér ef eitthvað þessu líkt myndi gerast núna? Ef að nakinn maður myndi hlaupa yfir sviðið,“ sagði Kimmel við áhorfendur. Það var þá sem að Cena gægðist fram.

Eftir gott grín á milli Kimmel og Cena, gekk leikarinn að míkrófóninum og tilkynnti um verðlaunahafa kvöldsins. Holly Waddington hreppti verðlaunin fyrir kvikmyndina Poor Things

Jimmy Kimmel og John Cena gerðu gott grín.
Jimmy Kimmel og John Cena gerðu gott grín. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir