Mættu í Óskarspartí þremur mánuðum eftir skilnaðarfréttir

Hjónin hafa verið gift í 26 ár.
Hjónin hafa verið gift í 26 ár. Samsett mynd

Kanadíski leikarinn Eric McCormack, sem fór á kostum í hlutverki sínu sem lögfræðingurinn Will Truman í gamanþáttaröðinni Will & Grace, var meðal þeirra sem mættu í Óskarsverðlaunaveislu hjá Elton John í nótt. 

McCormack gekk bláa dregilinn og brosti til ljósmyndara ásamt eiginkonu sinni, Janet Holden. Það kom vafalítið mörgum á óvart að sjá þau saman, en Holden sótti um skilnað frá leikaranum í nóvember, degi fyrir þakkargjörðardaginn. Var ástæðan sögð vera óásættanlegur ágreiningur milli hjónanna. 

Hjónin virtust hamingjusöm er þau stilltu sér upp á dreglinum. Þau héldu þéttingsfast hvort utan um annað, brostu til ljósmyndara og voru í góðum félagsskap í veislunni. McCormack og Holden sátu á borði með fyrirsætunni Heidi Klum og eiginmanni hennar, Tom Kaulitz. 

McCormack og Holden hafa verið gift í 26 ár og eiga einn uppkominn son, Finnigan. Hjónin kynntust við gerð þáttaseríunnar Lonesome Dove árið 1994 og gengu í hjónaband tveimur árum síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar