Oppenheimer sópaði til sín verðlaunum

Robert Downey Jr., Da'Vine Joy Randolph, Emma Stone og Cillian …
Robert Downey Jr., Da'Vine Joy Randolph, Emma Stone og Cillian Murphy hrepptu öll verðlaun fyrir frábæra frammistöðu í hlutverkum sínum. AFP/Rodin Eckenroth

Kvikmyndin Oppenheimer stóð uppi sem sigurvegari gærkvöldsins á 96. Óskarsverðlaunahátíðinni.

Myndin var tilnefnd í þrettán flokkum og hlaut alls sjö verðlaun, þar á meðal fyrir bestu kvikmyndina, besta leikstjórann, besta karlkyns leikara í aðalhlutverki og aukahlutverki.

Cristopher Nolan leikstýrði myndinni, Cillian Murphy fór með aðalhlutverkið og Robert Downey Jr. hlaut verðlaunin fyrir aukahlutverk í myndinni.

Robert Downey Jr. tekur á móti verðlaunum sem Oppenheimer hlaut …
Robert Downey Jr. tekur á móti verðlaunum sem Oppenheimer hlaut fyrir bestu kvikmyndina. AFP/Kevin Winter

Besta leikkona í aðalhlutverki í annað sinn

Verðlaunin fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki hlaut Emma Stone fyrir hlutverk sitt í Poor things. Er þetta í annað sinn á ferlinum sem hún tekur á móti þeim verðlaunum. Kvikmyndin var einnig verðlaunuð fyrir listræna stjórnun, búningahönnun og förðun.

Da'Vine Joy Randolph hlaut verðlaun fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í The Holdovers.

Barbie hlaut ein verðlaun

Ein verðlaun féllu í skaut kvikmyndarinnar Barbie og voru þau fyrir besta upprunalega lagið, sem söngkonan Billie Eilish og bróðir hennar Finneas sömdu. 

Úkraína eignaðist sinn fyrsta óskarsverðlaunahafa í gær þegar kvikmyndin 20 Days in Mariupol fékk verðlaun fyrir bestu heimildarmyndina. Þá hlutu Bretar verðlaun fyrir bestu alþjóðlegu myndina, The Zone of interest.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir