Greining sýnir að líklegast var átt við andlitið

Myndin sem gefin var út um helgina í nafni Katrínar …
Myndin sem gefin var út um helgina í nafni Katrínar prinsessu. Ljósmynd/Kensingtonhöll

Stafræn fingraför á fjölskyldumynd prinsessunnar af Wales gefa til kynna að nokkrar myndir hafi verið sameinaðar með hjálp myndvinnsluforritsins Photoshop.

Greining á gögnum sem myndin hefur að geyma, og breska dagblaðið Telegraph greinir frá, sýnir að límt hefur verið og afritað á myndina, allra líklegast við andlit prinsessunnar.

Lárétt lína fyrir neðan andlit Katrínar prinsessu þykir staðfesta þetta.

Áður hefur verið bent á líkindi með mynd af Katrínu sem birtist á forsíðu tískuritsins Vogue árið 2016.

Bent hefur verið á nokkrar augljósar breytingar sem sjást á …
Bent hefur verið á nokkrar augljósar breytingar sem sjást á myndinni. AFP

Tekin í Adelaide-koti

Gögn sem fylgja myndinni benda til að myndin hafi verið tekin á föstudagskvöld í Adelaide-koti, þar sem fjölskyldan býr í Windsor.

Fyrst var átt við myndina klukkan 21.54 það kvöld og svo aftur kl. 9.39 að morgni laugardags.

Myndin var að auki tekin á Canon-myndavél. Konungsfjölskyldan hefur fullyrt að Vilhjálmur prins hafi tekið myndina. Hún hefur einnig hafnað að birta upprunalegu myndina.

Afturkölluð á sunnudagskvöld

Reu­ters, AP, Getty og AFP aft­ur­kölluðu mynd­ina úr kerf­um sín­um í fyrra­kvöld og vöruðu fjöl­miðla við notk­un mynd­ar­inn­ar. AP sagði ástæðuna vera að í ljós hefði komið að átt hefði verið við mynd­ina.

Tel­egraph hafði svo eft­ir tals­manni AP að sér­stak­lega væri horft til vinstri hand­leggs Karlottu prins­essu.

Katrín, prins­essa af Wales, gaf út af­sök­un­ar­beiðni í kjöl­far þess að nokkr­ar stærstu frétta­veit­ur heims drógu til baka mynd af henni og börn­um henn­ar sem Kens­ingt­on­höll gaf út um helg­ina. Í til­kynn­ing­unni kvaðst prins­ess­an stund­um prófa breyt­ing­ar á mynd­um, eins og marg­ir áhuga­ljós­mynd­ar­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka