Halda því fram að nokkrar myndir hafi verið notaðar

Myndadramað heldur áfram!
Myndadramað heldur áfram! Samsett mynd

Ljósmyndin af Katrínu, prinsessu af Wales, ásamt börnum sínum hefur fengið mikla athygli síðustu daga eftir að upp komst um myndbreytingar.

Nú er því haldið fram að nokkrar ljósmyndir úr safni konungsfjölskyldunnar hafi verið notaðar til að skapa hina brosandi fjölskyldumynd sem fór líkt og eldur í sinu um heiminn. 

Athyglinni hefur sérstaklega verið beint að andliti Katrínar, prinsessu af Wales, en margir eru á því að andlitið sem við sjáum á myndinni sé tekið af forsíðumynd sem birtist í Vogue árið 2016. 

Vöruðu við notkun myndarinnar

Reu­ters, AP, Getty og AFP aft­ur­kölluðu mynd­ina úr kerf­um sín­um í fyrrakvöld og vöruðu fjöl­miðla við notk­un mynd­ar­inn­ar. AP sagði ástæðuna vera að í ljós hefði komið að átt hefði verið við mynd­ina.

Breska dag­blaðið Tel­egraph hafði svo eft­ir tals­manni AP að sér­stak­lega væri horft til vinstri hand­leggs Karlottu prins­essu.

Katrín, prins­essa af Wales, gaf út af­sök­un­ar­beiðni í kjöl­far þess að nokkr­ar stærstu frétta­veit­ur heims drógu til baka mynd af henni og börn­um henn­ar sem Kens­ingt­on­höll gaf út um helgina. Í til­kynn­ingunni kvaðst prins­ess­an stund­um prófa breyt­ing­ar á mynd­um, eins og marg­ir áhuga­ljós­mynd­ar­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup