Stórstjörnurnar mættu með eins fylgihlut

Hollywood-stjörnurnar kölluðu eftir tafarlausu vopnahléi á Gaza.
Hollywood-stjörnurnar kölluðu eftir tafarlausu vopnahléi á Gaza. Samsett mynd

Margar af skærustu stjörnum kvikmyndageirans kölluðu eftir tafarlausu vopnahléi á Gaza þegar þær mættu á Óskarsverðlaunahátíðina aðfaranótt mánudags. Billie Eilish, Mark Ruffalo, Ava DuVernay og Mahersahala Ali voru meðal þeirra sem gengu rauða dregilinn með rauða nælu.

Nælan var sérstaklega útbúin af samtökunum Artist4Ceasefire og gerð í þeim tilgangi að hvetja til friðar ásamt því að vekja athygli á og mótmæla stríðinu á Gaza. Nælan er rauð og sýnir hendi með svörtu hjarta í miðju hennar.

Í síðustu viku voru fimm mánuðir liðnir frá því að Hamas-liðar réðust á íbúa Ísraels og her Ísraels hóf hernaðaraðgerðir á Gaza landsvæðinu. Yfir 30 þúsund manns hafa látið lífið í átökunum.

Leikarinn Mark Ruffalo ásamt eiginkonu sinni, Sunrise Coigney.
Leikarinn Mark Ruffalo ásamt eiginkonu sinni, Sunrise Coigney. AFP
Billie Eilish og Finneas með Óskarsstytturnar sínar.
Billie Eilish og Finneas með Óskarsstytturnar sínar. AFP
Leikarinn Mahershala Ali veitti verðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Leikarinn Mahershala Ali veitti verðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni. AFP
Leikstjórinn Ava DuVernay bar næluna með stolti.
Leikstjórinn Ava DuVernay bar næluna með stolti. JC OLIVERA
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka