Sunneva gekkst undir aðgerð

Sunneva Einarsdóttir gekkst undir aðgerð á báðum fótum á dögunum.
Sunneva Einarsdóttir gekkst undir aðgerð á báðum fótum á dögunum. Samsett mynd

Samfélagsmiðla- og raunveruleikastjarnan Sunneva Einarsdóttir er á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð á dögunum. Hún sagði frá aðgerðinni í TikTok-myndskeiðum sem hún birti, en þar ræddi hún einnig á opinn og einlægan máta um kvíðann sem hún upplifði fyrir aðgerðina. 

„Ég er að fara í aðgerð á báðum löppum af því að ég er með eitthvað sem kallast „bunions“ (litlutáarskekkja) og þetta er búið að valda mér svo miklum sársauka að ég get varla verið í skóm lengur, ég get ekki einu sinni verið í Crocs án þess að meiða mig,“ útskýrir Sunneva í fyrra myndbandinu. 

Erfið tilhugsun að vera vakandi í aðgerðinni

„Þetta er búið að vera að versna sjúklega hratt seinustu mánuði og já, ég er samt búin að tala um þetta alveg í þrjú til fjögur ár að ég þurfi að fara í þessa aðgerð en núna er það bara búið að vera nausynlegt af því að þetta er orðið það vont að ristin mín er alltaf bara blá og bólgin eftir langan dag í skóm,“ bætir hún við. 

Í myndbandinu segist Sunneva vera mest stressuð yfir því að þurfa að vera vakandi í aðgerðinni. „Ég er búin að vera í vægum kvíðaköstum,“ segir hún og birti myndband frá kvöldinu áður þar sem hún var í miklu uppnámi og segist lítið hafa náð að sofa nóttina fyrir aðgerðina. 

@sunnevaeinars

örugglega mest vulnerable vlog sem ég hef tekið, viljiði part.2? 🥹

♬ original sound - Sunneva Einars
@sunnevaeinars

Part.2 🥹 allir að kommenta þætti/myndir I need it

♬ original sound - Sunneva Einars
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka