Tékkið á tískunni: MH

Ljósmyndarinn Árni Sæberg tók myndir af nemendum MH.
Ljósmyndarinn Árni Sæberg tók myndir af nemendum MH. Samsett mynd

Blaðamaður og ljósmyndari mbl.is kíktu í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð á dögunum. Flestir nemendur klæddust notuðum flíkum en það er ekki bara umhverfisvænt heldur líka ódýrara. Einn nemandi fékk derhúfuna sína frá útigangsmanni og notaði gasblöðru sem skiptimynt. 

Jórunn Elenóra Haraldsdóttir

Gallapilsið fékk Jórunn notað. Hún keypti stígvélin notuð í Wasteland. „Ég stal jakkanum frá mömmu en hann er úr ORG, frá merki sem heitir Humanoid,“ segir Jórunn sem er að safna hári eftir að hún snoðaði það. Bleiki liturinn festist í hárinu. 

Jórunn Elenóra Haraldsdóttir.
Jórunn Elenóra Haraldsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Sunna Bohn

Sunna keypti smekkbuxurnar notaðar í Wasteland. „Ég stal bolnum úr Níu lífum í Borgarleikhúsinu en ég var í kórnum,“ segir Sunna. 

Sunna Bohn.
Sunna Bohn. mbl.is/Árni Sæberg

Krummi Morthens

Krummi keypti jakkann í búð sem selur notuð föt í Brussel en hann gengur mikið í notuðum fötum. „Það er líka ódýrara,“ segir hann þegar hann er spurður af hverju hann kaupir notuð föt. 

Krummi Morthens.
Krummi Morthens. mbl.is/Árni Sæberg

Kolbrún Eva Briem

„Þetta er allt notað en ég keypti bolinn á tónleikum hjá Inspector Specetime,“ segir Kolbrún sem finnst klúturinn passa vel við litasamsetninguna á fötunum. Þegar hún hefur tíma reynir hún að vanda fatavalið áður en hún mætir í skólann. 

Kolbrún Eva Briem.
Kolbrún Eva Briem. mbl.is/Árni Sæberg

Elísabet Úa Þórhallsdóttir 

„Ég fann bolinn í þvottahúsinu heima hjá mér. Buxurnar eru úr Weekday,“ segir Elísabet sem er einnig að safna hárið eftir að hafa snoðað á sér hárið. Klippingin sem hún og fleiri eru með eru einkenni fyrir MH en hún segir hártískuna ákveðin eftirköst. 

Elísabet Úa Þórhallsdóttir.
Elísabet Úa Þórhallsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Kristjón Karl Guðmannsson

„Húfuna fékk ég þegar ég treidaði „minions“ gasblöðru við róna,“ segir Kristjón. Eftir að hann fékk derhúfuna í skiptum fyrir blöðru kom í ljós að svona derhúfur eru í tísku. Peysan er frá pabba hans en skórnir eru af gerðinni Asadi og eru úr Rúmfatalagernum eða Jysk, eins og verslunin heitir nú. Hann segir ekkert mál að mæta í skólann í inniskóm en hann keyrir í skólann. 

Kristjón Karl Guðmannsson.
Kristjón Karl Guðmannsson. mbl.is/Árni Sæberg

Illugi Vilhelmsson

Illugi leggur mikið upp úr því að gera góð kaup. „Ég er í 2.000 króna vinnuskóm sem ég keypti í íþróttabúð,“ segir Illugi sem fékk Dickies-vinnubuxurnar á grískum flóamarkaði. Hann var mættur í skólann í veiðiskyrtu en yfir henni var hann í hönnunarpeysu sem hann keypti á 70 prósent afslætti. „Þetta er Heaven by Marc Jacobs,“ segir Illugi um peysuna. 

Illugi Vilhelmsson.
Illugi Vilhelmsson. mbl.is/Árni Sæberg

Valgerður Birna Magnúsdóttir

Valgerður keypti leðurjakkann í Verslanahöllinni en hún er dugleg að klæða sig í nokkur lög. Kjóllinn, gallabuxurnar og skórnir eru úr verslun Rauða krossins. 

Valgerður Birna Magnúsdóttir.
Valgerður Birna Magnúsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Kristjana Ellen Úlfarsdóttir

„Háskólaprófessor,“ segir Kristjana þegar hún er spurð út í hvaða þema hún var að vinna með. Hún var í Lacoste-peysu úr Rauða kross búðinni í Mjóddinni. Buxurnar eru frá ömmu hennar. 

Kristjana Ellen Úlfarsdóttir.
Kristjana Ellen Úlfarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan